Home Á döfinni Fyrirhugaðar opnanir útboða 16.02.2021 Grófar- og Njarðvíkurhöfn – Viðgerðir á grjótvörn

16.02.2021 Grófar- og Njarðvíkurhöfn – Viðgerðir á grjótvörn

144
0
Njarðvíku­höfn. Mynd: Reykjaneshöfn

Reykjaneshöfn óskar eftir tilboðum í að lagfæra skemmdir á grjótvörn á enda norður hafnargarðs Grófarhafnar og skemmd á öldubrjót Njarðvíkurhafnar,  gera leið að þessum skemmdum, opna garðana (grjótvörnina) eins og þörf er á til að byggja upp garðana að nýju á þessum stöðum.

 

Helstu magntölur:

Útlögn grjóts úr námu um 800 m3

Upptekt og endurröðun grjóts um 800 m3

Verkinu skal lokið eigi síðar en 1. júní 2021.

 

Útboðsgögn eru aðgengileg og verða afhent í rafræna útboðskerfinu  TendSign  frá og með mánudeginum 1. febrúar 2021 og skal tilboðum skilað rafrænt í því útboðskerfi fyrir kl. 14:00 þriðjudaginn 16. febrúar 2021.

Ekki verður haldinn sérstakur opnunarfundur en eftir lok tilboðsfrests verður bjóðendum tilkynnt um nöfn bjóðenda í útboðinu og heildartilboðsupphæð.