Home Fréttir Í fréttum Kyrr­setn­ingu á Bræðra­borg­ar­stíg hafnað

Kyrr­setn­ingu á Bræðra­borg­ar­stíg hafnað

52
0
Bruna­rúst­ir við Bræðra­borg­ar­stíg. Mynd: mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Sýslumaður­inn á höfuðborg­ar­svæðinu hef­ur hafnað kyrr­setn­ing­ar­beiðni fyrr­um íbúa Bræðra­borg­ar­stígs 1 og aðstand­enda þeirra á eign­un­um Bræðra­borga­stíg 1 og 3. Þetta staðfest­ir Skúli Sveins­son, lögmaður HD-verks, í sam­tali við mbl.is.

Skúli seg­ir grund­völl kyrr­setn­ing­ar­kröf­unn­ar hafa verið veik­an og skil­yrði ekki tal­in vera fyr­ir hendi svo fall­ast mætti á beiðni um kyrr­setn­ingu. Seg­ir hann málið fyrst og fremst byggt á niður­stöðu skýrslu Hús­næðis- og mann­virkja­stofn­un­ar en hann tel­ur þær ber­sýni­lega rang­ar – sér­stak­lega þær sem snúa að efri hæðum húss­ins.

„HMS bygg­ir rang­lega á því að lagðar hafi verið inn teikn­ing­ar til bygg­inga­full­trúa til samþykkt­ar árið 2000.  Hið rétta er að það voru lagðar inn svo­kallaðar reynd­arteikn­ing­ar til bygg­inga­full­trúa það ár en það eru teikn­ing­ar sem sýna hvernig húsið var þá en snúa ekki að nein­um sér­stök­um breyt­ing­um á því sem samþykkja hefði þurft,“ seg­ir Skúli.

Skort­ur á fag­leg­um vinnu­brögðum

Að hans mati fellst villa HMS í því að telja reglu­verk það sem í gildi var árið 2000 eiga að gilda en hann tel­ur það ekki stand­ast þar sem eng­ar breyt­ing­ar hafi verið gerðar á efri hæðum húss­ins árið 2000 né var um að ræða sér­stakt samþykki á breyt­ing­um. Hann er gagn­rýn­inn á vinnu­brögð stofn­un­ar­inn­ar.

„Um­bjóðandi minn hef­ur jafn­framt gögn und­ir hönd­um sem sýna að aðrar niður­stöður HMS eru rang­ar svo sem varðandi bruna­út­gang, sem stofn­un­in vill meina að hafi verið lokað,“ bæt­ir Skúli við.

„Und­ar­legt verður að telja að HMS hafi ekki leitað til um­bjóðanda míns við vinnu stofn­un­ar­inn­ar að skýrslu sinni þar sem þá hefði verið unnt að upp­lýsa um mála­vexti.  Ekki verður annað séð en að all­nokkuð skorti á fag­leg vinnu­brögð hjá stofn­unn­inni.“

Heimild: Mbl.is