Home Fréttir Í fréttum Póst­húsi lokað vegna myglu

Póst­húsi lokað vegna myglu

70
0
Frá höfuðstöðvum Ísland­s­pósts. Mynd: mbl.is/​Hari

Póst­hús­inu við Mjódd hef­ur verið lokað, að minnsta kosti út janú­ar­mánuð, eft­ir að myglu­gró komu í ljós við út­tekt á hús­næðinu. Niður­stöður út­tekt­ar­inn­ar feng­ust á föstu­dag og var póst­hús­inu lokað í lok þess dags.

Þetta kem­ur fram í svari Ísland­s­pósts við fyr­ir­spurn mbl.is.

Létu ekki vita af lok­un

Þeir sem áttu send­ingu á póst­hús­inu, og höfðu áður fengið texta­skila­boð frá Póst­in­um þess efn­is, voru ekki látn­ir vita að póst­húsið hefði lokað. Þá voru þeir ekki látn­ir vita að send­ing­ar til þeirra hefðu verið færðar annað.

Þetta olli því að fólk fór í ein­hverj­um til­fell­um tví­veg­is er­ind­is­leysu.

Þannig veit mbl.is til þess að ein­stak­ling­ur sem lagði leið sína á póst­húsið á mánu­dag til að sækja pakka greip í tómt, þar sem hús­inu hafði þá verið lokað. Á miða sem límd­ur hafði verið á hurðina var fólki bent á að nálg­ast send­ing­ar sín­ar á póst­húsið á Dal­vegi í ná­granna­sveit­ar­fé­lag­inu Kópa­vogi.

Ekki hægt að sækja send­ing­ar

Á Dal­vegi var þó ekki endi­lega held­ur hægt að nálg­ast send­ing­ar, eins og of­an­greind­ur ein­stak­ling­ur komst að eft­ir að hafa gengið þangað frá Mjódd­inni.

Á Dal­vegi var hon­um tjáð að pakk­inn væri enn ekki kom­inn á póst­húsið, öf­ugt við það sem staðið hafði á miðanum fyrr um dag­inn.

Því hef­ur ekki feng­ist svarað, af hverju Póst­ur­inn ákvað að til­kynna ekki mót­tak­end­um send­inga um lok­un­ina.

Í svari Pósts­ins seg­ir þó að viðskipta­vin­ir hafi fengið skila­boð um leið og send­ing­ar þeirra voru skannaðar inn á póst­húsið við Dal­veg. Í um­ræddu til­felli bár­ust þau skila­boð skömmu fyr­ir há­degi á þriðju­dag.

Kvartað und­an þjón­ustu

Fjöl­marg­ir hafa á und­an­förn­um miss­er­um kvartað und­an þjón­ustu Ísland­s­pósts og vanda­mál­um sem varða sam­skipti rík­is­fyr­ir­tæk­is­ins við þá sem eiga send­ing­ar í fór­um þess, eins og lesa má í svarþræði við tíst.

Í svari Ísland­s­pósts við fyr­ir­spurn mbl.is, um hvort að í ljósi þessa standi til að ráðast í ein­hvers kon­ar yf­ir­haln­ingu á sam­skipt­um við viðskipta­vini, er spurn­ing­unni í raun ekki svarað en þó seg­ir þar eft­ir­far­andi:

„Póst­ur­inn send­ir alltaf til­kynn­ing­ar um send­ing­ar í SMS skeyti ef síma­núm­er ligg­ur fyr­ir og hvet­ur viðskipta­vini til að skrá síma­núm­er inn á minn.post­ur.is og láta síma­núm­er fylgja þegar vör­ur eru keypt­ar í net­versl­un­um.

Þegar síma­núm­er ligg­ur ekki fyr­ir þá er send til­kynn­ing bréf­leiðis þegar send­ing fer á póst­hús, það tek­ur lengri tíma að fá slík­ar til­kynn­ing­ar enda hef­ur tíðni dreif­ing­ar bréfa minnkað á síðustu árum sök­um mikl­ar magn­minnk­un­ar.

Að því sögðu þá er mjög stutt í að nýtt app komi í loftið hjá okk­ur en þeir sem kjósa að nota það munu fá til­kynn­ing­ar um send­ing­arn­ar sín­ar beint í gegn­um appið sem mun stytta boðleiðina enn frek­ar. Við áætl­um að appið komi í loftið á allra næstu vik­um og mun­um að sjálf­sögðu kynna það vel fyr­ir viðskipta­vin­um.“

Heimild: Mbl.is