Home Fréttir Í fréttum 02.02.2021 Skógarhverfi 4 – Jarðvegsskipti og lagnir veitukerfa

02.02.2021 Skógarhverfi 4 – Jarðvegsskipti og lagnir veitukerfa

316
0
Mynd: Skagafrettir.is

Veitur ohf. (hér eftir kaupandi) í samstarfi með Akraneskaupstað, Mílu og Gagnaveitu Reykjavíkur, óska eftir tilboðum í nýlagnir hitaveitu og rafveitu fyrir lóðir við Asparskóga á Akranesi, fjarskiptalagnir Mílu og Gagnaveitu Reykjavíkur ásamt jarðvegsskiptum undir gangstíg með Asparskógi og lýsingu, jarðvegsskipti og malbikun á tengistíg í samræmi við útboðsgögn.

Jarðvinna og yfirborðsfrágangur vegna veituframkvæmda. Gröftur skurða, söndun og fylling yfir. Frágangur yfirborðs. Gröftur 500 m3.

Hitaveita: Lagning tvöfalds kerfis hitaveitu í stíg frá lagnaenda við Asparskóga 11 að Ketilsflöt. Tenging framrásarkerfis í Ketilsflöt og við Asparskóga 11. Tenging bakrásarkerfis við Asparskóga 11. Heimæðar að 3 lóðum við Asparskóga. Hitaveitulagnir 523 m.

Rafveita: Jarðstrengir og ídráttarrör frá væntanlegi spennistöð við Þjóðbraut að Asparskógum. Jarðstrengir 450 m.

Raflýsing (Akraneskaupstaður): Jarðstrengur frá ljósastaur við Asparskóga 6 í gegnum ídráttarrör og eftir stígum, uppsetning á ljósastólpum.

Míla: Leggja fjölpípurör í stíga, setja niður ídráttarrör, og setja upp 2 brunna. Rör 540 m.

Gagnaveita: Leggja fjölpípurör í stíga, setja niður ídráttarrör, og setja upp 3 brunna. Rör 460 m.

Akraneskaupstaður: Jarðvegsskipti undir gangstíg með Asparskógum og tengistíg milli Asparskóga og Þjóðbrautar. Frágangur yfirborðs tengistígs og malbikun hans. Gröftur 4100 m3 og malbikun 200 m2.

Útboðsgögn afhent: 13.01.2021 kl. 13:00
Skilafrestur 02.02.2021 kl. 14:00
Opnun tilboða: 02.02.2021 kl. 14:00