Home Í fréttum Framkvæmdir í gangi Breikkun sjóvarnargarðsins við Faxabraut að ljúka

Breikkun sjóvarnargarðsins við Faxabraut að ljúka

227
0
Unnið við breikkun sjóvarnargarðsins í krikanum á mótum Faxabrautar og Jarðarsbrautar. Ljósm. frg

Vinna við breikkun sjóvarnargarðsins við Faxabraut á Akranesi stendur nú yfir og gengur hratt hjá Borgarverki, sem er verktakinn.

Breikkunin á sjóvarnargarðinum er að verða lokið og hækkun garðsins langt komin.

Stjórnandi gröfunnar frá Borgarverki lét flugeldasýningu Björgunarfélags Akraness á þrettándanum ekki hafa áhrif á sig, heldur hélt ótrauður áfram við vinnu sína. Var tilkomumikið í gærkvöldi að fylgjast með atganginum í myrkrinu í ljósbjarmanum frá flugeldunum ofan við bryggjuna.

Ljóst er að ásýnd Langasands hefur breyst talsvert við þessar framkvæmdir, en hækkun garðsins um fjóra metra gerir það að verkum að hann breikkar um á að giska tuttugu metra við framkvæmdirnar.

Heimild: Skessuhorn.is