Home Fréttir Í fréttum Kárs­nesskóli jafnaður við jörðu

Kárs­nesskóli jafnaður við jörðu

151
0
Þar sem áður var skóli er nú ein­ung­is mal­bik. Mynd: mbl.is

Kárs­nesskóli í Kópa­vogi hef­ur verið jafnaður við jörðu. Ekk­ert er eft­ir af bygg­ingu skól­ans, en ákvörðun var tek­in um að rífa hann í kjöl­far myglu sem þar kom upp. Verkið hef­ur gengið vel og er á áætl­un. Þetta staðfest­ir Björg Bald­urs­dótt­ir, skóla­stjóri Kárs­nesskóla, í sam­tali við mbl.is.

Unnið er að bygg­ingu nýs Kárs­nesskóla við Skóla­gerði, sem hýsa mun grunn- og leik­skóla. 4,1 millj­arði króna verður varið í þá fram­kvæmd á næstu fjór­um árum, þar af millj­arði á þessu ári. Þetta kem­ur fram í fjár­hags­áætl­un Kópa­vogs­bæj­ar. Er þetta ein stærsta fram­kvæmd bæj­ar­ins á ár­inu.

Búið er að rífa skól­ann. Mynd: mbl.is

Fram­kvæmda­áætl­un ger­ir ráð fyr­ir að verklok bygg­ing­ar­inn­ar verði í maí 2023, en nýr Kárs­nesskóli verður 5.750 fer­metr­ar að flat­ar­máli.  Þar til skól­inn er ris­inn verða laus­ar skóla­stof­ur nærri Vall­ar­gerði nýtt­ar fyr­ir starf­semi skól­ans, en þær hafa verið í notk­un und­an­far­in ár.

Heimild: Mbl.is