Home Fréttir Í fréttum Um þrjú hundruð nýjar íbúðir í byggingu í Hveragerði

Um þrjú hundruð nýjar íbúðir í byggingu í Hveragerði

88
0
Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri, sem er kampakát með þá miklu uppbyggingu, sem á sér stað í Hveragerði. Mynd: MAGNÚS HLYNUR HREIÐARSSON

Mikil uppbygging á sér nú stað í Hveragerði en þar er verið að byggja um þrjú hundruð nýjar íbúðir og fólki fjölgar og fjölgar í bæjarfélaginu.

Hveragerði er augljóslega heitur staður hvað varðar nýbyggingar og íbúafjölgun því heiluhverfin eru þar í byggingu. Í Kambalandi sem eru fyrir neðan Kambana er nýtt hverfi að rísa fyrir þúsund manns. Íbúar Hveragerðisbæjar eru nú tæplega þrjú þúsund.

„Það eru komin af stað eða eru í farvatninu hátt í þrjú hundruð íbúðir og það sem er svo skemmtilegt, þetta er svo fjölbreytt.

Mest eru við ánægð með hvað fólk sem flytur hingað er ánægð með vistaskiptin og ánægt með að vera komin í huggulega lítinn smábæ úti á landi þar sem lífsgæðin eru með allt öðrum hætti heldur en á stærri stöðum,“ segir Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri.

Aldís segir að það sé til nóg af landi undir ný hús og stöðugt sé að verið að bæta þjónustu við íbúana eins og með fjölgun leikskólaplássa og nú sé verið að stækka grunnskólann og laga sundlaugina.

En hvaða fólk er aðallega að flytja til Hveragerðis?

„Það er mikið af höfuðborgarsvæðinu auðvitað, víða utan af landi og það eru líka gamlir Hvergerðingar að flytja til baka, unga fólkið er að koma til baka, sem vill leyfa börnunum sínum að upplifa æsku eins og það þekkir sjálft, þannig að það er bara gaman að sjá hversu fjölbreyttur hópur er að koma,“ segir Aldís.

Heimild: Visir.is