Home Í fréttum Niðurstöður útboða Þjótandi ehf. lægstbjóðandi í jarðvinnu vegna ljósleiðaralagna í Vestmannaeyjum

Þjótandi ehf. lægstbjóðandi í jarðvinnu vegna ljósleiðaralagna í Vestmannaeyjum

284
0
Til stendur að hefja jarðvinnu vegna ljósleiðaralagna í dreifbýli. Ljósmynd/TMS

Ljósleiðari í dreifbýli var til umfjöllunnar á síðasta fundi framkvæmda- og hafnarráðs Vestmannaeyjabæjar.

Í fundargerð er greint frá því að þann 30. nóvember síðastliðinn hafi verið opnuð tilboð í jarðvinnu vegna ljósleiðaralagna í dreifbýli.

Eftirfarandi tilboð bárust:

  • S.H Leiðarinn ehf. kr. 37.568.280
  • Heflun ehf. kr. 31.529.232
  • Þjótandi ehf. kr. 31.084.320
  • Steingarður ehf. kr. 44.266.760

Kostnaðaráætlun verkkaupa hljóðaði upp á kr. 25.228.048,-

Í niðurstöðu segir að ráðið samþykki að fela starfsmönnum að ganga frá samningi við lægstbjóðanda á grundvelli fyrirliggjandi tilboðs.

Heimild: Eyjar.net