Home Fréttir Í fréttum 29.01.2021 Sorphirða og sorpförgun í Fjarðabyggð 2021-2025

29.01.2021 Sorphirða og sorpförgun í Fjarðabyggð 2021-2025

87
0
Reyðarfjörður

ÚTBOÐ – SORPHIRÐA OG SORPFÖRGUN Í FJARÐABYGGÐ 2021 – 2025
Sorphirða og sorpförgun í Fjarðabyggð 2021-2025

Fjarðabyggð óskar eftir tilboðum í sorphirðu og sorpförgun í sveitarfélaginu.

Verkefnið fellst í söfnun sorps frá heimilum og stofnunum Fjarðabyggðar, flutning lífræns úrgangs til moltugerðar, flutningur úrgangs af söfnunarstöðvum og móttaka á efnum til endurvinnslu.

Samningstími er 4,75 ár með ákvæðum um að hægt verði að framlengja hann einu sinni um allt að þrjú ár. Verkkaupi er bæjarsjóður Fjarðarbyggðar en umsjón útboðsins er í höndum Verkís hf.

Útboðsgögn verða afhent í tölvupósti. Senda skal tölvupóst á jbh@verkis.is og óska eftir gögnum í verkið.

Tilboð verða opnuð á bæjarskrifstofu Fjarðabyggðar, Hafnargötu 2, 29. janúar 2021 kl. 14:00