Home Á döfinni Fyrirhugaðar opnanir útboða 05.01.2021 Skógarhús við Funaborg. Aðkoma á verktíma og stofnlagnir

05.01.2021 Skógarhús við Funaborg. Aðkoma á verktíma og stofnlagnir

131
0
Mynd: Reykjavíkurborg

F.h. umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar er óskað eftir tilboðum í eftirfarandi verkefni:

Skógarhús við Funaborg. Aðkoma á verktíma og stofnlagnir – Útboð nr. 15069

Verkið felst í gerð aðkomuleiðar og að leggja stofnlagnir í jörðu fyrir fyrirhugað

skógarhús við leikskólann Funaborg í Grafarvogi, Fundafold 42-44, Reykjavík. Sjálft

skógarhúsið er ekki hluta af þessu útboði. Aðkomuleiðin er vinnuvegur sem verður

fjarlægður eftir að skógarhúsið hefur verið byggt. Við gerð aðkomuleiðar þarf að

fjarlægja núverandi girðingar, gróður og sorpskýli og er það hluti af þessu útboði.

 

Helstu magntölur eru:

  • Niðurtekt á stál- og timbur grindverkum – 73m
  • Girðing í kringum vinnusvæði – 100m
  • Vinnuvegur – 150m3 af þjöppuðu fyllingarefni
  • Lagnaskurðir – 113m
  • Fráveita í jörðu – 165m
  • Vatnsveita í jörðu – 33m
  • Brunnar fyrir fráveitu – 6stk
  • Hitaveita í jörðu – 33m
  • Ídráttarrör fyrir raflagnir í jörðu – 166m

Útboðsgögn verða aðgengileg á útboðsvef Reykjavíkurborgar frá kl. 12:00 þann 15. desember 2020, á vefslóðinni: http://utbod.reykjavik.is

Nýskráning fyrirtækja hefst með því að smella “Nýskráning“.

Vakin er athygli á að allar fyrirspurnir verður að senda gegnum útboðsvef Reykjavíkurborgar. Fyrirspurnum sem berast með öðrum hætti verður ekki svarað.

Tilboðum skal skila með rafrænum hætti á framangreindan útboðsvef Reykjavíkurborgar eigi síðar en: Kl. 10:00, 5. janúar 2021.