Home Fréttir Í fréttum Þarf að greiða 15 millj­ón­ir í bæt­ur vegna myglu

Þarf að greiða 15 millj­ón­ir í bæt­ur vegna myglu

464
0
Mynd úr safni. Dóm­ur­inn taldi að selj­and­inn hefði átt að vita af raka­skemmd­um í hús­inu og því bar hann ábyrgð á tjón­inu. Ljós­mynd/​Hús & heilsa

Héraðsdóm­ur Suður­lands hef­ur gert karl­manni að greiða rúm­lega 15 millj­ón­ir í bæt­ur til hjóna sem keyptu af hon­um fast­eign í Blá­skóga­byggð árið 2017.

Er ástæðan sú að mik­il mygla fannst í hús­næðinu þegar fólkið ætlaði að fara í end­ur­bæt­ur, en í dóm­in­um kem­ur fram að selj­and­an­um hafi átt að vera ljóst að óeðli­lega mik­ill raki væri í hluta húss­ins.

Hafi hann þannig ekki getað verið grand­sam­ur um þá galla sem voru til staðar, en ekk­ert var getið um þá í sölu­yf­ir­liti eða við sölu hús­næðis­ins.

Seg­ir í dóm­in­um að þar sem selj­and­inn hafi ekki getað tal­ist grand­laus um gall­ana þá hafi hon­um borið að láta stefn­end­ur vita um til­vist þeirra, eða að minnsta kosti að ástæða væri til að skoða mögu­leg­an raka í gólfi.

Ekki getið um að neitt væri að

Í sölu­yf­ir­liti eign­ar­inn­ar var ekki getið um að neitt væri að henni. Með sölu­yf­ir­lit­inu fylgdi einnig yf­ir­lýs­ing selj­anda um ástand fast­eign­ar­inn­ar og kom þar held­ur ekk­ert fram um galla, held­ur þvert á móti var þar tekið fram að ekki sé vitað um neinn sveppa­gróður, myglu, raka eða annað sem bet­ur megi fara.

Þá er tekið fram að dren hafi verið end­ur­nýjað árið 2013. Kaup­end­urn­ir sögðu hins veg­ar að við skoðun hafi þau verið upp­lýst um að smá­vægi­leg­ur leki hafi verið frá eld­hús­vaski, en að gert hafi verið við það.

Í dóm­in­um er lýs­ing kaup­end­anna rak­in, en þar seg­ir að þegar byrjað var að rífa upp gólf­dúk í eld­húsi hafi komið í ljós að „gríðarleg mygla“ hafi verið þar und­ir. Þá lýstu hjón­in því að fjöl­skyld­an hafi verið óeðli­lega oft veik eft­ir að þau fluttu í húsið og þau hafi ákveðið að flytja úr því nokkr­um vik­um eft­ir að fram­kvæmd­ir hóf­ust til að kom­ast frá mygl­unni. Var sér­stak­lega vísað til þess að mygl­an hafi haft mik­il áhrif á eig­in­kon­una.

Keyptu á 60, seldu á 50

Hafði fólkið keypt fast­eign­ina á 60 millj­ón­ir, en þau seldu hana loks aft­ur árið 2019 fyr­ir 50 millj­ón­ir, en í dóm­in­um kem­ur fram að eng­ar aðrar ástæður séu tald­ar skýra þessa verðrýrn­un held­ur en mygl­an.

Voru mats­menn fengn­ir til að meta myglu­skemmd­ir, en í grein­ar­gerð þeirra seg­ir að um­tals­verð mygla sé í bæði gólfi og þaki hluta húss­ins. Er lé­legu dreni kennt um, svo og fyll­ing­ar­efni og skorti á ein­angr­un und­ir gólf­plötu sem valdi raka.

Þá sé hár bygg­ingarraki frá end­ur­bót­um þaks sem hafi or­sakað myglu­vanda­mál þar. Er niðurstaðan meðal ann­ars sú að leggja þurfi nýtt dren, brjóta upp gólf og hreinsa um 25 sentí­metra af fyll­ingu í sökkli og fylla upp í að nýju, ein­angra áfyll­ingu og steypa nýja gólf­plötu. Þá þurfi að end­ur­nýja ein­angr­un í þaki og end­ur­nýja plötu­klæðningu á nokkr­um veggj­um.

Selj­andi gat ekki tal­ist grand­laus

Heild­ar­kostnaður vegna þessa er met­inn 14,1 millj­ón, en auk þess var farið fram á tæp­lega millj­ón í óbein­an kostnað eft­ir að þau urðu vör um mygl­una.

Kaup­end­urn­ir fengu einnig Nátt­úru­fræðistofn­un Íslands til að gera tvær rann­sókn­ir á sýn­um sem tek­in voru í hús­inu. Í fyrri rann­sókn­inni fannst mygla í sjö sýn­um af tíu sem tek­in voru á mis­mun­andi stað. Í seinni rann­sókn­inni fannst mygla í tré­f­lögu sem hafði verið tek­in úr þaki húss­ins.

Taldi dóm­ur­inn útséð að mygl­an upp­fyllti skil­yrði laga um galla í fast­eign. Eins og fyrr seg­ir var það niðurstaða dóms­ins að selj­and­inn gæti ekki tal­ist grand­laus um gall­ana og var hann því dæmd­ur til að greiða 14,1 millj­ón auk bóta vegna óbeins kostnaðar upp á tæp­lega millj­ón. Til viðbót­ar þarf selj­and­inn að greiða hjón­un­um rúm­lega 4 millj­ón­ir í máls­kostnað.

Heimild: Mbl.is