Home Fréttir Í fréttum Útibú flutt og höfuðstöðvum breytt

Útibú flutt og höfuðstöðvum breytt

109
0
Fram­kvæmd­irn­ar. Á þessu svæði kem­ur nýtt and­dyri. Mynd: mbl.is/​Eggert

„Það var kom­inn tími á að end­ur­nýja ým­is­legt í höfuðstöðvum bank­ans í Borg­ar­túni. Húsið var byggt og komið í nú­ver­andi út­lit fyr­ir um 13 til 15 árum síðan og var kom­inn tími á marg­vís­leg­ar betr­um­bæt­ur,“ seg­ir Har­ald­ur Guðni Eiðsson, upp­lýs­inga­full­trúi Ari­on banka, um fram­kvæmd­ir sem nú eru í gangi við höfuðstöðvar bank­ans í Borg­ar­túni.

Seg­ir Har­ald­ur að ákveðið hafi verið að nýta tím­ann nú þegar stór hluti starfs­fólks vinn­ur heima. Þannig verði nú unnið að því að bæta loft­gæði og hljóðvist á svæðinu öll­um til bóta.

Nýtt and­dyri

Að sögn Har­ald­ar er hluti fram­kvæmd­anna vegna til­færslu úti­bús bank­ans, sem staðsett er til móts við höfuðstöðvarn­ar hinum meg­in við göt­una. Nú má sjá stórt hvítt tjald utan við höfuðstöðvarn­ar, en þar er verið að setja upp nýtt and­dyri.

Frá fram­kvæmd­un­um. Mynd: mbl.is/​Eggert

„Vegna þessa er nú verið að koma fyr­ir nýj­um inn­gangi í Borg­ar­túni 19, sem mun snúa að Borg­ar­tún­inu, og mót­töku- og þjón­ustu­svæði fyr­ir viðskipta­vini.“

Heimild: Mbl.is