Home Fréttir Í fréttum 21.12.2020 Sölvhólsgata 4, Rvk. Hönnunarútboð

21.12.2020 Sölvhólsgata 4, Rvk. Hönnunarútboð

101
0
Sölvhólsgötu 4 Reykjavík Mynd: Mennta_og menningarmálaráduneytið

HÖNNUNARÚTBOÐ: VEGNA INNANHÚSSHÖNNUNAR Á ENDURBÓTUM OG BREYTINGUM Á SÖLVHÓLSGÖTU 4, 101 REYKJAVIK

Framkvæmdasýsla ríkisins (FSR), f.h. Ríkiseigna, hér eftir nefndur verkkaupi, auglýsir eftir ráðgjöfum til að taka þátt í hönnunarútboði á fullnaðarhönnun endurbóta og breytinga skrifstofuhúsnæðis á Sölvhólsgötu 4, 101 Reykjavík.

Val ráðgjafa mun fyrst og fremst taka tillit til gæða og reynslu af því að hanna skrifstofuhúsnæði samkvæmt hugmyndafræði verkefnamiðaðs vinnuumhverfis.

Útboðsgögnum er ætlað að kynna umfang hönnunarútboðsins, tímaáætlun og kröfur til bjóðenda. Viðhaft verður tveggja umslaga kerfi, þar sem annars vegar verða gefin stig fyrir hæfni og reynslu af sambærilegum verkefnum og hins vegar fyrir verðtilboð.

Gert er ráð fyrir að vægi þessara tveggja þátta verði 70% hæfni og 30% verð. Að loknu útboði verður samið við eitt hönnunarteymi.

Allur kostnaður við þátttöku í þessu hönnunarútboði er á kostnað og ábyrgð þátttakenda. Verkkaupi áskilur sér rétt til að víkja í einhverjum atriðum frá ákvæðum hönnunarútboðsgagna.

Hér er átt við að upp getur komið nauðsyn á minni háttar aðlögun eða þróun, en grunnforsendum og hugmyndafræði verður ekki breytt.

Gert er ráð fyrir að fullnaðarhönnun verði lokið innan tveggja mánaða svo hægt sé að bjóða út verklega framkvæmd eigi síðar en 31. mars 2021.

Útboðsgögn eru aðgengileg í TendSign, rafrænum útboðsvef Ríkiskaupa. Til að nálgast útboðsgögn þarf að skrá sig sem seljanda í rafræna kerfi TendSign

Tilboðum skal skila rafrænt inn á TendSign fyrir kl. 12:00 þann 21. desember 2020.

Bjóðendum er bent á að hefja skil tímanlega. Álag getur verið á kerfinu. Einnig þurfa bjóðendur að tryggja að eldveggur eða aðrar ástæður hamli ekki skilum. 

Spurningar og svör verða meðhöndluð í hinu rafræna útboðskerfi.

Ekki verður haldinn sérstakur opnunarfundur.

Nánari leiðbeiningar um skil á tilboðum, algengar spurningar og svör, innskráning og fleira eru að finna á heimasíðu Ríkiskaupa HÉR

Útboðið hefur þegar verið auglýst í Stjórnartíðindum ESB, Tenders Electronic Daily (TED), sjá HÉR

Linkur á verkefnasvæði í TendSign HÉR