Home Fréttir Í fréttum Íbúar leggjast gegn meiri íbúabyggð í Safamýrinni

Íbúar leggjast gegn meiri íbúabyggð í Safamýrinni

51
0
Það er lítið um græn svæði við Safamýrina og verður enn minna ef borgin ætlar að byggja þar meir. Fréttablaðið/Pjetur

Í bréfi íbúafélagsins er sagt að hverfið sé nú þegar mjög aðþrengt og skorið af stórum umferðaræðum. Það sárvanti grænt svæði í hverfið .

Mikilvægt er að hafa í huga að hverfið er ekki ríkt af grænum svæðum. Sú hugmynd að ráðast í byggingu á skilgreindu grænu svæði, sem er nú þegar mjög takmarkað, er aðgerð sem íbúasamtökin geta ekki fallist á,“ segir í bréfi íbúasamtaka Háaleitis um fyrirhugaða uppbyggingu í Safamýri.

Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar hélt kynningarfund þann 11. nóvember fyrir fulltrúa íbúaráða um breytingartillögur á aðalskipulagi Reykjavíkur. Þar voru nefndar hugmyndir um byggingaráform á íþróttasvæði Fram í Safamýri.

Í málflutningi fulltrúa sviðsins kom meðal annars fram sú hugmynd að byggja íbúðir á íþróttasvæði Fram í ljósi þess að Fram sé að flytja starfsemi sína úr Safamýrinni. Þeirri uppbyggingu mótmæla íbúasamtökin, foreldrafélag Álftamýrarskóla og stjórnendur leikskólans Álftaborgar.

Foreldrafélagið lýsir yfir eindreginni andstöðu við þessa fyrirætlan borgarinnar. Í bréfi félagsins er sagt að hverfið sé nú þegar mjög aðþrengt og skorið af stórum umferðaræðum. Það sárvanti grænt svæði í hverfið.

Stjórnendum í leikskólanum Álftaborg hugnast ekki heldur byggingaráform á þessu svæði og leggjast gegn tillögunni.

Reykjavíkurborg kynnti í gær svokallað græna plan sem á að ná til ársins 2030, meðal annars um þrjú ný grænustu hverfi sem hafa risið í borginni. Á sama tíma ætlar borgin að byggja yfir eina græna svæði við Kringluna.

 

Heimild: Frettabladid.is