Home Í fréttum Framkvæmdir í gangi Framkvæmdir við þjóðgarðsmiðstöð og íbúðakjarna í Snæfellsbæ

Framkvæmdir við þjóðgarðsmiðstöð og íbúðakjarna í Snæfellsbæ

127
0
Þjóðagarðsmiðstöð tekur brátt að rísa. Ljósm. þa /skessuhorn.is

Framkvæmdir við byggingu þjóðgarðsmiðstöðvarinnar á Hellissandi og íbúðakjarna fyrir fatlaða í Ólafsvík ganga vel.

Húsheild er verktaki í báðum þessum stórframkvæmdum.

Á Hellissandi hafa framkvæmdir gengið vel. Búið er að steypa sökkla og langt komið að keyra í grunninn og ætti á næstunni að vera hægt að undirbúa það að steypa plötu.

Gert er ráð fyrir að framkvæmdirnar við verkið muni standa sem hæst næsta sumar og að með undirverktökum gætu á milli 25 og 35 manns verið að störfum á svæðinu.

Vinna við íbúðakjarnann í Ólafsvík gengur sömuleiðis vel. Þar er langt komið að steypa upp veggi hússins eins og sjá má á meðfylgjandi mynd.

Byrjað er að steypa upp nýja íbúðakjarnann í Ólafsvík. Ljósm. þa /skessuhorn.is

 

En íbúðakjarninn samanstendur af fimm einstaklingsíbúðum með sérinngangi ásamt starfsmannaaðstöðu og er heildarfermetrafjöldi bygginganna 440 fermetrar. Áætluð verklok í þessu verkefni eru 30. ágúst á næsta ári.

Húsheild er verktaki í framkvæmdunum, Þorgeir ehf sér um steypuna og TS vélaleiga ehf fyllingarnir í grunnanna.

Heimild: Skessuhorn.is