Framkvæmdir er hafnar við hringtorgið á mótum Borgarsíðu og Bugðusíðu á Akureyri

Mynd/Margrét Þóra

Framkvæmdir er hafnar við hringtorgið á mótum Borgarsíðu og Bugðusíðu. Stefnt er að því að ljúka framkvæmdum við gerð þess í haust. Byrjað verður á því að lagfæra gatnamót við Merkigil, þá tekur við sá frágangur sem eftir er við Borgarbraut og síðan verður hringtorgið við Bugðusíðu útbúið. Frágangur vegna gróðurs á svæðinu dregst yfir á næsta ár verði veðurfar ekki hagstætt.

Heimild: Vikudagur.is

Leave a comment