Home Fréttir Í fréttum Vöru­bíll þver­ar veg­inn

Vöru­bíll þver­ar veg­inn

106
0
mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Vík­ur­skarði var lokað á fimmta tím­an­um í nótt vegna vöru­bíls sem þver­ar veg­inn.

Að sögn varðstjóra í lög­regl­unni á Norður­landi eystra er bíll­inn að flytja stórt hús norður í Bárðar­dal og hef­ur flutn­ing­ur­inn tekið á ann­an sól­ar­hring.

Verið er að flytja húsið að sunn­an og er um stórt hús að ræða þannig að það er gert í lög­reglu­fylgd.

Mikið rigndi seint í gær­kvöldi á þess­um slóðum og síðan frysti þannig að það myndaðist fljúg­andi hálka í Vík­ur­skarðinu.

Veg­ur­inn verður sandaður með morgn­in­um þannig að hægt verði að halda flutn­ingn­um áfram að sögn varðstjóra.