Home Fréttir Í fréttum Styrkja bygg­ingu Kvenna­at­hvarfs um 100 millj­ón­ir og lóð

Styrkja bygg­ingu Kvenna­at­hvarfs um 100 millj­ón­ir og lóð

173
0
Árni Matth­ías­son, vara­formaður stjórn­ar Sam­taka um kvenna­at­hvarf, Ásmund­ur Ein­ar Daðason, fé­lags- og barna­málaráðherra, Sigþrúður Guðmunds­dótt­ir, fram­kvæmda­stýra Sam­taka um kvenna­at­hvarf og Dag­ur B. Eggerts­son, borg­ar­stjóri skoða fram­kvæmd­ir við nýtt áfanga­heimi Sam­taka um kvenna­at­hvarf. Ljós­mynd/​Stjórn­ar­ráðið

Rík­is­stjórn Íslands mun leggja bygg­ingu nýs Kvenna­at­hvarfs til 100 millj­ón­ir. Skrifað var und­ir samn­ing þess efn­is í dag við Sam­tök um kvenna­at­hvarf.

Fjár­veit­ing­in er hluti af sér­stöku fjár­fest­ingar­átaki rík­is­stjórn­ar­inn­ar. Reykja­vík­ur­borg út­hlut­ar lóð til verk­efn­is­ins en við sama til­efni und­ir­ritaði Dag­ur B. Eggerts­son borg­ar­stjóri lóðar­vil­yrði und­ir hið nýja neyðar­at­hvarf.

Fjár­mun­un­um verður varið í viðgerðir og end­ur­bæt­ur á nú­ver­andi hús­næði Kvenna­at­hvarfs­ins, fram­kvæmd­ir og bygg­ingu nýs áfanga­heim­il­is, auk hönn­un­ar á nýju neyðar­at­hvarfi ásamt stuðningi til kaupa á lóð und­ir neyðar­at­hvarfið.

Sam­tök um kvenna­at­hvarf munu opna áfanga­heim­ili sum­arið 2021 sem er ætlað að verða 2. stigs úrræði fyr­ir kon­ur og börn sem hafa dvalið í at­hvarf­inu og eru til­bú­in til að hefja nýtt líf á nýj­um stað.

Um er að ræða 18 íbúða hús sem nú er í bygg­ingu með stuðningi Reykja­vík­ur­borg­ar, rík­is­ins og al­menn­ings.  Húsið er hannað sam­kvæmt regl­um um aðgengi en til að tryggja að húsið upp­fylli skil­yrði um al­gilda hönn­un þarf að fara í ákveðnar breyt­ing­ar, sem nú verður ráðist í.

Nýtt neyðar­at­hvarf sem Sam­tök um kvenna­at­hvarf munu reisa verður fyrsta sér­hæfða hús­næðið sem byggt er und­ir neyðar­at­hvarf á Íslandi.

Með til­komu þess munu Sam­tök um kvenna­at­hvarf  tvö­falda hús­næði neyðar­at­hvarfs­ins og  verður fag­leg aðstoð mun aðgengi­legri fyr­ir þær kon­ur og börn þeirra sem þurfa á stuðningi og ráðgjöf að halda vegna of­beld­is.

Í til­kynn­ingu frá ráðuneyt­inu er haft eft­ir Ásmundi Ein­ari Daðasyni, fé­lags- og barna­málaráðherra, að afar ánægju­legt sé að styðja við verk­efnið.

Einnig er haft eft­ir Degi B. Eggerts­syni borg­ar­stjóra þakk­ar­orð um starf Kvenna­at­hvarfs­ins und­an­farna ára­tugi.

Sigþrúður Guðmunds­dótt­ir, fram­kvæmda­stýra Sam­taka um kvenna­at­hvarf, seg­ir í til­kynn­ing­unni að þar á bæ hafi fólk aldrei leyft sér að eiga draum um sér­hannað hús­næði og að hún sé enn að átta sig fylli­lega á því hvað þetta býður upp á marga mögu­leika.

„Upp úr stend­ur þakk­læti í garð þeirra sem hafa komið okk­ur á þenn­an stað í verk­efn­inu og fyr­ir­fram þakk­læti í garð þeirra fjöl­mörgu sem við vit­um að eiga eft­ir að hjálpa okk­ur við að koma upp nýju Kvenna­at­hvarfi.”

Heimild: Mbl.is