Home Fréttir Í fréttum Framkvæmdir hafnar við nýja götu í Reykholti

Framkvæmdir hafnar við nýja götu í Reykholti

169
0
Gatnaframkvæmdir í Reykholti. Ljósmynd/blaskogabyggd.is

Gatnagerð við götuna Brekkuholt í Reykholti hófst í gær.

Um er að ræða nýja götu þar sem gert er ráð fyrir ellefu misstórum lóðum, fjórum fyrir raðhús, fjórum fyrir parhús og þremur fyrir einbýlishús.

Íbúðir við götuna geta verið á bilinu 23 til 31.

Fjórir verktakar sameinast um að sjá um gatnagerðina en það eru BD vélar, Ketilbjörn, JH vinnuvélar og Gullverk.

Heimild: Sunnlenska.is