Home Fréttir Í fréttum 24.11.2020 Landsnet. Jarðvinna og lagning 220 kV jarðstrengs Hólasandslínu

24.11.2020 Landsnet. Jarðvinna og lagning 220 kV jarðstrengs Hólasandslínu

281
0
Landsnet hf

Landsnet óskar eftir tilboðum í verk vegna Hólasandslínu 3.

Verkið felst í að grafa fyrir og leggja tvö sett af 220 kV jarðstreng Hólasandslínu 3 (HS3), frá tengivirkinu á Rangárvöllum á Akureyri að endamastri HS3 undir Bíldsárskarði í Vaðlaheiði, 9,6 km langa leið.

Áður framkvæmdir þessa útboðsverks hefjast hafa verið lögð ídráttarrör á fimm köflum á lagnaleiðinni, þ.e. frá tengiviki á Rangárvöllum suður fyrir Hlíðarfjallsveg, í Naustaflóa og undir þrjár árkvíslar Eyjafjarðarár.

Samhliða lagningu strengsins verður í byggingu lagna- og útivistarbrú yfir Glerá. Ídráttur jarðstrengja í þessi fyrirliggjandi rör er hluti af þessu útboðsverki.

Helstu verkþættir eru:
• Verkáætlun og aðstöðusköpun
• Gröftur lagnaskurða og tengihola, losun klappar
• Slóðagerð og gerð aðstöðuplana
• Vinna við þverun vega og lagna
• Útdráttur jarðstrengja, fjarskiptaröra og jarðvírs
• Vinnsla strengsands og söndun í skurð
• Fylling í strengskurð
• Yfirborðsfrágangur og merking

Útboðsgögn afhent: 21.10.2020 kl. 13:00
Opnun tilboða: 24.11.2020 kl. 14:00

Nánari upplýsingar er að finna í útboðsgögnum sem eru aðgengileg á útboðsvef Landsnets, utbod.landsnet.is.