Home Uncategorised Miklar framkvæmdir við Sjafnarhúsið á Akureyri

Miklar framkvæmdir við Sjafnarhúsið á Akureyri

217
0
Framkvæmdir í gangi. Ljósmynd/Þorgeir Baldursson/vikubladid.is

Miklar framkvæmdir standa yfir á reitnum þar sem gamla Sjafnarhúsið á Akureyri stendur en þar mun verslunarkjarninn Norðurtorg rísa í sumar.

Eins og Vikublaðið greindi frá í sumar hefur félagið Norðurtorg ehf. keypt húsnæðið og óskaði eftir heimild til að byggja við húsið og fara í jarðvegsskipti vegna fyrirhugaðra bílastæða.

Rúmfatalagerinn er ein af þeim verslunum sem mun færast í verslunarkjarnann en samkvæmt upplýsingum Vikublaðsins eru viðræður í gangi við aðrar verslanir. Norðurtorg verður í anda Korputorgs í Reykjavík þar sem margar verslanir verða í einu og sama húsinu.

Heimild: Vikubladid.is