Home Fréttir Í fréttum 03.11.2020 Bíldudalshöfn: Grjótgarður og útrás

03.11.2020 Bíldudalshöfn: Grjótgarður og útrás

169
0
Bíldudalshöfn. Mynd: BB.is

Hafnasjóður Vesturbyggðar óskar eftir tilboðum í byggingu grjótgarðs og lagningu útrásar. Verkið felst í fyllingu undir og gerð grjótgarðs, vegna landfyllingar austan við núverandi höfn í Bíldudal.

Verkið felst einnig í lagningu nýrrar útrásar fyrir fráveitu og tengingu inn á núverandi fráveitulögn ásamt útrásarbrunni.

Helstu magntölur:

·         Fylling undir grjótgarð 15.000 m³.

·         Útlögn grjóts og sprengds kjarna um 14.500 m3.

·         Endurnýting grjóts 4.500 m³

·         Lagning um 180 m útrásar, í gegnum garð og svo með steyptum sökkum

Verkinu skal lokið eigi síðar en 1. apríl 2021.

Útboðsgögn eru aðgengileg og verða afhent í rafræna útboðskerfinu TendSign frá og með mánudeginum 19. október 2020 og skal tilboðum skilað rafrænt í því útboðskerfi fyrir kl. 14:00, þriðjudaginn 3. nóvember 2020.

 

Sérstakur opnunarfundur verður ekki haldinn, en eftir lok tilboðsfrests verður bjóðendum tilkynnt um nöfn bjóðenda í útboðinu og heildar tilboðsupphæð.