Home Fréttir Í fréttum Einn lést er þak há­skóla­bygg­ing­ar hrundi í Ástr­al­íu

Einn lést er þak há­skóla­bygg­ing­ar hrundi í Ástr­al­íu

60
0
Glerþak húss­ins, sem var í bygg­ingu, hrundi. Ljós­mynd/​Twitter

Einn lést og tveir slösuðust er glerþak húss sem var í bygg­ingu við Curt­in-há­skóla í Ástr­al­íu hrundi. Viðbragðsaðilar voru kallaðir að hús­inu um há­deg­is­bil í dag að staðar­tíma, snemma í morg­un að ís­lensk­um tíma.

Maður­inn sem lést var 23 ára gam­all en hann féll yfir 20 metra til jarðar. Hinir tveir slösuðu eru einnig á þrítugs­aldri.

Í yf­ir­lýs­ingu frá há­skól­an­um seg­ir að eng­inn nem­andi eða starfsmaður há­skól­ans hafi lent í slys­inu, og má því ætla að menn­irn­ir hafi verið starfs­menn. „Hug­ur okk­ar er hjá öll­um þeim sem eiga um sárt að binda,“ seg­ir í yf­ir­lýs­ing­unni.

BBC

Heimild: Mbl.is