Home Fréttir Í fréttum Byrjað að reisa stál­grind húss­ins

Byrjað að reisa stál­grind húss­ins

95
0
Fyrstu stál­bitarn­ir í fjöl­nota íþrótta­hús­inu eru risn­ir. Mynd: mbl.is/​Bald­ur

Vinnu við grund­un fjöl­nota íþrótta­húss í Vetr­ar­mýri í Garðabæ er að ljúka. Byrjað er að reisa stál­grind húss­ins.

Guðbjörg Brá Gísla­dótt­ir, deild­ar­stjóri um­hverf­is og fram­kvæmda hjá Garðabæ, seg­ir að fram­kvæmd­ir gangi eft­ir áætl­un.

Aust­ur­ríska fyr­ir­tækið Kell­er, und­ir­verktaki ÍAV, hef­ur und­an­farn­ar vik­ur unnið að jarðvegs­styrk­ing­um í mýr­inni og staur­um und­ir sökkla. Því er lokið.

Enn eru um tvær vik­ur eft­ir í vinnu við að koma stög­um niður í klöpp en hún teng­ist vinnu við sökkl­ana.

Áætlað er að stál­grind íþrótta­sal­ar­ins verði ris­in fyr­ir ára­mót og að búið verði að ljúka klæðningu veggja sal­ar­ins og að steypa upp veggi stoðbygg­inga í mars á næsta ári.

ÍAV á að skila verk­inu af sér fyr­ir lok næsta árs.

Heimild: Mbl.is