Home Fréttir Í fréttum Eykt byggir nýjan Landspítala

Eykt byggir nýjan Landspítala

192
0
Mynd: Nýr Landspítali/NLSH ohf.

Nýr Landspítali hefur samið við Eykt hf. um uppsteypu á nýju þjóðarsjúkrahúsi. Tilboð Eyktar er 8,68 milljarðar króna sem er um 82% af kostnaðaráætlun sem er 10,5 milljarðar án vsk. Nýr meðferðarkjarni verður um 70.000 fermetrar að stærð.

Áætlanir Nýs Landspítala, NLSH, eru að uppsteypan geti hafist í nóvember. Gert er ráð fyrir að framkvæmdatími verksins verði um þrjú ár.

Fimm verktakafyrirtækjum hafði verið boðið að taka þátt í útboði verksins í framhaldi af niðurstöðu forvals.

Í tilkynningu er haft eftir Gunnari Svavarssyni framkvæmdastjóra NLSH að um sé að ræða einn af stærri áföngum í Hringbrautarverkefninu og unnið hafi verið að undirbúningi þessa skrefs um langan tíma, í framhaldi af hönnun verksins.

Fjölmargir aðrir verkþættir eru eftir, t.d. útboð á jarðvinnu rannsóknahússins og alútboð eftir forval á bílastæða- og tæknihúsinu, en forvalið verður opnað á morgun.

„Fjárlagafrumvarpið boðar aukinn kraft í Hringbrautarverkefnið og er ég ekki í vafa um að Alþingi mun styðja verkefnið áfram af fullum þunga,“ segir Gunnar.

Heimild: Ruv.is