Home Fréttir Í fréttum Snjóframleiðsla og lyfta komist í gagnið 2021

Snjóframleiðsla og lyfta komist í gagnið 2021

142
0
Mynd: Reykjavíkurborg
Tveimur útboðum vegna uppbyggingar á skíðasvæðum höfuðborgarsvæðisins í Bláfjöllum og Skálafelli lýkur 8. október. Annað þeirra snýst um tvær nýjar stólalyftur á skíðasvæðinu í Bláfjöllum sem setja á upp á næsta ári og árið 2023.

Hitt útboðið fjallar um tvo áfanga í snjóframleiðslu. Annað snjóframleiðslukerfið verður sett upp í Bláfjöllum á næsta ári og hitt eftir tvö ár í Skálafelli. Stefnt er að því að framkvæmdir hefjist næsta vor.

Magnús Árnason, framkvæmdastjóri skíðasvæðanna, segir í svari til fréttastofu að ef allt gangi eðlilega ætti snjóframleiðslan og lyftan að vera komin í gagnið fyrir árslok 2021.

Heimild: Ruv.is