Home Fréttir Í fréttum Hönn­un fram­kvæmda hefst fljót­lega

Hönn­un fram­kvæmda hefst fljót­lega

184
0
ÍAV er að ljúka öðru verk­efni sem fyr­ir­tækið tók kað sér á ör­ygg­is­svæðinu. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

For­stjóri ÍAV, Sig­urður R. Ragn­ars­son, ger­ir ráð fyr­ir að fljót­lega verði haf­in vinna við hönn­un á fram­kvæmd­um sem fyr­ir­tækið hef­ur tekið að sér fyr­ir banda­rísk stjórn­völd á ör­ygg­is­svæðinu á Kefla­vík­ur­flug­velli.

Reynt verði að hefja þær í vet­ur en það sé háð samþykki verk­kaupa en alla­vega verði vinn­an kom­in í full­an gang á kom­andi vori.

Áætluð verklok eru í fe­brú­ar 2023.

Ekki ligg­ur fyr­ir hvað þarf að bæta við mikl­um mann­skap en Sig­urður seg­ir ljóst að verk­efnið sé mik­il­vægt fyr­ir Suður­nesja­búa þar sem at­vinnu­leysi sé mikið.

Suður­nes­in séu heima­völl­ur ÍAV og fyr­ir­tæk­inu í hag að ráða heima­menn í störf. Hann get­ur þess að ÍAV sé að ljúka verki fyr­ir sama aðila við end­ur­nýj­un á flug­hlöðum og ak­braut­um svo þetta verk geti orðið  fram­hald af því.

Verkið felst í hönn­un og verk­fram­kvæmd­um við þrjú viðfangs­efni á ör­ygg­is­svæði Kefla­vík­ur­flug­vall­ar, það er stækk­un á flug­hlaði, fær­an­leg­ar gistiein­ing­ar og færslu á flug­hlaði með hættu­leg­an farm.

Heimild: Mbl.is