Home Fréttir Í fréttum Breikka sjóvarnagarðinn við Eiðsgranda

Breikka sjóvarnagarðinn við Eiðsgranda

148
0
Mynd: Kristján Sigurjónsson - RÚV
Undirbúningur er hafinn að því að breikka verulega sjóvarnagarðinn við Eiðsgranda þar sem öldur ollu skemmdum í gærkvöld og í morgun.
Innkauparáð tekur tilboð fyrir í vikunni og ef allt gengur upp verður ráðist í breikkun innan skamms.

Sjávargrjót barst á land í ágangnum í gærkvöld og í morgun.

Búið er að hreinsa stærsta grjótið en minni hnullungar eru enn á víð og dreif.

Nýlagðar torfur flettust upp en hafa rúllast til baka að hluta.

„Útboðið er komið og núna fara tilboðin fyrir innkauparáð í vikunni,“ sagði Jón Halldór Jónasson, upplýsingafulltrúi hjá Reykjavíkurborg, í hádegisfréttum RÚV.

„Að því gefnu að það samþykki allt saman þá verðum við byrjuð að breikka sjóvarnagarðinn frá hringtorginu við JL húsið gamla alveg að Boðagranda.

Hann verður breikkaður um sex til átta metra.“ Jón Halldór segir að það verji stígana betur fyrir ágangi sjávar. „Þá náum við að brjóta ölduna betur.“

Heimild: Ruv.is