Home Fréttir Í fréttum 213 millj­óna króna gjaldþrot Manna í vinnu

213 millj­óna króna gjaldþrot Manna í vinnu

132
0
Lýst­ar kröf­ur í Menn í vinnu námu 213,4 millj­ón­um, en ekk­ert fékkst upp í þær. mbl.is/​Eggert

Gjaldþrot fé­lags­ins MIV ehf., sem áður hét Menn í vinnu ehf., nam 213,4 millj­ón­um króna, en eng­ar eign­ir fund­ust í bú­inu upp í lýst­ar kröf­ur.

Þetta kem­ur fram í aug­lýs­ingu í Lög­birt­inga­blaðinu.

Menn í vinnu var starfs­manna­leiga, en mál­efni henn­ar rötuðu á síður fjöl­miðla í októ­ber árið 2018 eft­ir að Kveik­ur fjallaði um dökk­ar hliðar ís­lensks vinnu­markaðar.

Var þá meðal ann­ars fjallað um mál­efni Manna í vinnu, en for­stjóri Vinnu­mála­stofn­un­ar hafði sagt að fyr­ir­tækið væri í gjör­gæslu og var það meðal ann­ars sektað um 2,5 millj­ón­ir vegna rangr­ar upp­lýs­inga­gjaf­ar til stjórn­valda.

Í fe­brú­ar í fyrra fjallaði Stöð 2 svo um mál­efni rúm­enskra starfs­manna sem töldu sig hlunn­farna af starfs­manna­leig­unni.

Í tengsl­um við þá um­fjöll­un var meðal ann­ars rætt við starfs­mann ASÍ sem sagðist hafa séð banka­reikn­inga starfs­manna þar sem leig­an hefði lagt inn laun en svo tekið þau jafn­h­arðan út aft­ur.

Dæmdi héraðsdóm­ur þessi ákveðnu um­mæli dauð og ómerk.

Fé­lagið var að lok­um lýst gjaldþrota í sept­em­ber í fyrra. Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir, formaður Efl­ing­ar, hafði nokkr­um mánuðum áður sagt að fé­lagið stefndi í gjaldþrot og að verið væri að færa starf­sem­ina í fé­lag und­ir nýju nafni og á ann­arri kenni­tölu sem fé­lagið Seigla ehf.

Heimild: Mbl.is