Home Fréttir Í fréttum 29.09.2020 Snorrabraut – Borgartún. Breytingar á götum og svæðum – Áfangi 1

29.09.2020 Snorrabraut – Borgartún. Breytingar á götum og svæðum – Áfangi 1

168
0

F.h. umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar og Veitna ohf., er óskað eftir tilboðum í eftirfarandi verk:

Snorrabraut – Borgartún. Breytingar á götum og svæðum – Áfangi 1 – útboð nr. 14988

Yfirlit yfir verkið:

Verkið felur í sér gerð nýrrar gatnatengingar milli Borgartúns og Snorrabrautar, ásamt aðlögun að núverandi gatnakerfi.

Tengingin er fyrsta skrefið í stærri breytingum á gatnakerfi Snorrabrautar, Borgartúns og Bríetartúns frá Sæbraut að Hverfisgötu við Hlemm.

Skipt verður um jarðveg samkvæmt kennisniðum. Lagðar verða nýjar fráveitulagnir og niðurföll.

Verkið felst í að grafa og fylla í götu og gangstéttar, grafa og fylla vegna fráveitu- hitaveitu-, háspennu- og götulýsingarlagna, leggja fráveitu-, hitaveitu- og götuljósalagnir, grafa fyrir og leggja ídráttarrör vegna umferðarljósa ásamt tengibrunnum, reisa ljósastólpa, malbika, leggja staðsetyptan kantstein, leggja hellur, steypa yfirborð gangstétta og ganga frá hliðarsvæðum.

Ganga frá yfirborði með götugögnum og öðrum mannvirkjum í samræmi við útboðsgögn.

Helstu magntölur:

  • Upprif á malbiki: 500 m2
  • Upprif á hellum : 140 m2
  • Gröftur : 1200 m3
  • Fylling : 1400 m3
  • Púkkmulningur : 750 m2
  • Fráveitulagnir : 70 m
  • Lagning kantsteina : 150 m
  • Malbikun : 1025 m2
  • Hellulögn : 440 m2
  • Ljósastólpar : 5 stk

Lok framkvæmdatíma: 15. desember 2020.

Útboðsgögn verða aðgengileg á útboðsvef Reykjavíkurborgar frá og með 16. september 2020, á vefslóðinni: http://utbod.reykjavik.is 

Nýskráning fyrirtækja hefst með því að smella “Nýskráning“.

Vakin er athygli á að allar fyrirspurnir verður að senda gegnum útboðsvef Reykjavíkurborgar. Fyrirspurnum sem berast með öðrum hætti verður ekki svarað.

Tilboðum skal skila með rafrænum hætti á framangreindan útboðsvef Reykjavíkurborgar eigi síðar en: Kl. 10:00 þann 29. september 2020.