Home Fréttir Í fréttum Veru­lega hæg­ir á íbúðafjár­fest­ingu

Veru­lega hæg­ir á íbúðafjár­fest­ingu

153
0
Mynd: mbl.is/​Hari

Veru­lega hef­ur hægt á íbúðafjár­fest­ingu hér á landi sam­kvæmt nýj­um töl­um frá Hag­stofu Íslands.

Íbúðafjár­fest­ing dróst sam­an um 21% milli ára á öðrum árs­fjórðungi þessa árs sem er mesti sam­drátt­ur sem hef­ur mælst síðan á öðrum árs­fjórðungi árs­ins 2010.

Þetta kem­ur fram í Hag­sjá Lands­bank­ans.

Þar kem­ur jafn­framt fram að þetta er ann­ar árs­fjórðung­ur­inn í röð sem sam­drátt­ur mæl­ist, en á fyrsta árs­fjórðungi dróst íbúðafjár­fest­ing sam­an um 5%.

Þrátt fyr­ir þetta er upp­bygg­ing enn þá mik­il og má áfram gera ráð fyr­ir fjölg­un íbúða inn á markaðinn næstu miss­eri þar sem tíma tek­ur að klára mörg þeirra verk­efna sem þegar voru haf­in.

Alls var fjár­fest fyr­ir ríf­lega 35 millj­arða króna á öðrum fjórðungi þessa árs.

Ef frá er talið tíma­bilið frá fyrsta árs­fjórðungi 2019 til fyrsta árs­fjórðungs 2020 er þetta mesta fjár­fest­ing sem hef­ur átt sér stað á stök­um árs­fjórðungi síðan 2008.

„Við sjá­um því að þó svo að það hægi á íbúðafjár­fest­ingu er engu að síður tals­vert í bygg­ingu.

Það má því segja að við séum að ganga í gegn­um upp­bygg­ing­ar­skeið sem er ekki ósvipað því sem átti sér stað á ár­un­um 2006-2008 þegar að jafnaði var fjár­fest fyr­ir tæp­lega 40 ma. kr. á hverj­um árs­fjórðungi, á verðlagi árs­ins 2019,“ seg­ir í Hag­sjánni.

Í nýbirt­um töl­um Hag­stof­unn­ar kem­ur í ljós að haf­in var bygg­ing á um 3.800 íbúðum í fyrra.

Það mun vera mesti fjöldi á einu ári síðan 2007. Um síðustu ára­mót voru tæp­lega 5.300 íbúðir í bygg­ingu og hef­ur sá fjöldi ekki verið meiri síðan í árs­lok 2009.

Í Hag­sjánni er rakið að hag­vís­ar bendi til að hægja fari á upp­bygg­ingu. „Við sjá­um það greini­lega þegar rýnt er í gögn um seld­ar ný­bygg­ing­ar á höfuðborg­ar­svæðinu.

Þær voru 15% fleiri á öðrum árs­fjórðungi í ár sam­an­borið við sama tíma­bil í fyrra. Aukið fram­boð kann að hafa ýtt und­ir verðlækk­an­ir í ein­staka til­fell­um, og þar með aukið á vin­sæld­ir ný­bygg­inga.

Mest lækkaði verð á seld­um ný­bygg­ing­um í miðbæ Reykja­vík­ur, um 7% milli ára, og þar var einnig mesta aukn­ing­in í sölu milli ára.

Hversu marg­ar nýj­ar íbúðir standa þó óseld­ar er óljóst sem stend­ur, en í vor, þegar síðasta taln­ing Sam­taka iðnaðar­ins fór fram, kom í ljós að óseld­um nýj­um íbúðum hafði fjölgað nokkuð sem gef­ur til kynna að markaður­inn sé að mett­ast.“

Heimild: Mbl.is