Home Fréttir Í fréttum Mikið er byggt og íbú­un­um fjölg­ar

Mikið er byggt og íbú­un­um fjölg­ar

123
0
Fram­kvæmdagleði er mik­il í Hv­era­gerði þessa dag­ana. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Í Hvera­gerði er nú unnið að bygg­ingu alls 180 nýrra íbúða. Mest er þó byggt í svo­nefndu Kambalandi vest­ast í bæn­um.

Þar er verið að smíða alls 100 eign­ir, sem verða í ein­býli, raðhús­um og blokk­um.

Einnig er tals­vert byggt á svæðum í miðju bæj­ar­ins, þar sem gróðrar­stöðvar voru áður svo sem blóma­skál­inn Eden, sem brann fyr­ir um ára­tug.

„Íbúum fjölg­ar, bær­inn stækk­ar og sam­fé­lagið breyt­ist,“ seg­ir Al­dís Haf­steins­dótt­ir bæj­ar­stjóri um þróun mála.

Hver­gerðing­ar eru sam­kvæmt allra nýj­ustu töl­um 2.743 en voru 2.310 fyr­ir ára­tug.

Þró­un­in er hin sama sé lengri tími hafður sem viðmið, að því er fram kem­ur í um­fjöll­un um bygg­inga­starf­semi þessa í Morg­un­blaðinu í dag.

Heimild: Mbl.is