Home Fréttir Í fréttum Unnur Brá yfir stýrihópi um skipulag framkvæmda við Landspítala

Unnur Brá yfir stýrihópi um skipulag framkvæmda við Landspítala

133
0
Unnur Brá Konráðsdóttir

Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, hefur skipað stýrihóp til að annast umsjón og samþættingu allra þátta skipulags við framkvæmdir vegna uppbyggingar Landspítala við Hringbraut.

Formaður hópsins er Unnur Brá Konráðsdóttir. Þetta kemur fram í tilkynningu frá ráðuneytinu.

Skipun hópsins er í samræmi við tillögu heilbrigðisráðherra og fjármála- og efnahagsráðherra sem samþykkt var á fundi ríkisstjórnar 24. maí síðastliðnum. Hann á að hafa yfirsýn yfir öll verkefni uppbyggingar Landspítala, staðfesta áætlanir og tryggja að verkefnið lúti áherslum stjórnvalda varðandi hlutverk Landspítala, áætlunum um verkefni og rekstur hans og jafnframt að verkefnið byggi á stefnu stjórnvalda í heilbrigðismálum.

Stýrihópurinn mun bera ábyrgð gagnvart heilbrigðisráðuneytinu og fjármála- og efnahagsráðuneytinu.

Í því felst meðal annars að móta stefnu, annast yfirstjórn og samhæfingu allra þátta verkefnisins og enn fremur að veita ráðgjöf um þróun á hlutverki Landspítala, rekstrarforsendur og umbætur í nýju starfsumhverfi.

Stýrihópurinn er svo skipaður:

  • Unnur Brá Konráðsdóttir, formaður
  • Ásta Valdimarsdóttir, heilbrigðisráðuneytinu
  • Guðmundur Árnason, fjármála- og efnahagsráðuneytinu
  • Páll Matthíasson, Landspítala
  • Gunnar Guðni Tómasson, Landsvirkjun

Nánar er fjallað um verkefnið og hlutverk stýrihópsins í erindisbréfi sem má lesa hér:

Erindisbréf stýrihópsins

Heimild: Dv.is