Home Fréttir Í fréttum Framkvæmdir í Hvalfjarðarsveit í sumar

Framkvæmdir í Hvalfjarðarsveit í sumar

147
0
Mynd: Hvalfjarðarsveit

Í sumar hafa verið framkvæmdir í Hvalfjarðarsveit, vinna við 400m langan göngustíg við Hlíðarbæjarveg stendur yfir og eru áætluð verklok 1. október.

Settar hafa verið upp tvær rafhleðslustöðvar önnur við Stjórnsýsluhúsið Innrimel 3, Melahverfi og ein við Heiðarskóla.

Háimelur og Brekkumelur í Melahverfi hafa verið malbikaðar og unnið er í frágangi göngustíga.

Verklok eru áætluð 1. september á þessum áfanga.

Einnig hefur verið unnið við vatnsból fyrir Heiðarskóla í landi Hávarsstaða og Neðra-Skarðs.

Umsjón með þessum verkum hefur verið í höndum umsjónarmanns eigna, Hlyns Sigurdórssonar.

Heimild: Hvalfjarðasveit.is