Home Fréttir Í fréttum Suðurverk fær nýja CAT D6 XE LGP jarðýtu frá Kletti

Suðurverk fær nýja CAT D6 XE LGP jarðýtu frá Kletti

229
0
Á myndinni með Dofra er Páll Theódórsson, verkstjóri CAT, og Snorri Árnason, sölustjóri landvéla. Mynd: Klettur ehf.

Fyrr í dag tók Dofri Eysteinsson, forstjóri og eigandi Suðurverks, á móti þessari stórglæsilegu nýju CAT D6 XE LGP jarðýtu sem er fyrsta rafdrifna jarðýtan í heimi sem er með drifhjólin uppi.

Hefðbundin dísilvél, CAT C9.3B, sér um að knýja rafal sem framleiðir raforku fyrir rafmótor sem svo knýr drifhjólin.

Þessi búnaður er með allt að 90% færri hreyfanlega hluti en í hefðbundinni skiptingu og hraðabreytingar eru stiglausar.

Eldsneytisnýting á fluttan rúmmetra er allt að 35% betri og viðhaldskostnaður er allt að 12% lægri en á eldri gerðum.

Ökumannshúsið hefur einnig verið endurhannað, það er mun stærra með 15% stærri gluggafleti.

Jarðýtan er útbúin GPS búnað frá CAT / Trimble og einnig er hún með sjálfvirkt smurkerfi.

Heimild: Facebooksíða Kletts