Home Fréttir Í fréttum 70 tald­ir fast­ir í rúst­um bygg­ing­ar sem hrundi

70 tald­ir fast­ir í rúst­um bygg­ing­ar sem hrundi

43
0
Bygg­ing­in var fimm hæðir og í henni voru 47 íbúðir. Ljós­mynd/​Twitter

Að minnsta kosti 70 manns eru tald­ir vera fast­ir í rúst­um fimm hæða íbúðabygg­ing­ar sem hrundi í bæn­um Mahad í vest­ur­hluta Ind­lands. Bygg­ing­in er sögð hafa hrunið eins og spila­borg.

Bygg­ing­in sam­an­stóð af 47 íbúðum og það er enn óljóst hvers vegna hún hrundi en það er ekki óal­gengt að bygg­ing­ar hrynji á mons­ún tíma­bil­inu í Indlandi, sem er frá júní til sept­em­ber, þar sem að lát­laus rign­ing og flóð sem fylgja eiga það til að grafa und­an stoðum þeirra.

„Það er búið að bjarga 15 manns og koma þeim á spít­ala,“ sagði í yf­ir­lýs­ingu frá lög­regl­unni í Mahad.

Hér sést hvernig bygg­ing­in var áður en hún hrundi. Ljós­mynd/​Indi­an Express

Þrjú björg­un­art­eymi, vopnuð sér­stök­um búnaði og leit­ar­hund­um, hafa verið send á vett­vang, sagði í yf­ir­lýs­ingu frá Nátt­úru­ham­fara­stofn­un Ind­lands.

Fyrr­um borg­ar­full­trúi í Mahad, Manik Motiram Jagtap, sagði við fjöl­miðil­inn TV9 Mar­at­hi að bygg­ing­in væri 10 ára göm­ul og væri byggð á „veik­um“ grunni. „Hún hrundi eins og spila­borg. Þetta er ógn­vekj­andi ástand,“ sagði hann.

Í ind­versk­um fjöl­miðlum má sjá íbúa á svæðinu og lög­reglu­menn leita ákaft af eft­ir­lif­end­um í rúst­un­um.

Dauðsföll sem rekja má til nátt­úru­ham­fara vegna mons­únrign­inga á þessu ári eru 1.200 tals­ins og þar af hafa 800 látið lífið í Indlandi.

Heimild: Mbl.is