Home Fréttir Í fréttum Stefnt að bygg­ingu stærri skipa­kví­ar í Njarðvík

Stefnt að bygg­ingu stærri skipa­kví­ar í Njarðvík

125
0
Ný skipa­kví (t.v.) teiknuð inn á mynd af Njarðvíku­höfn. For­senda þess að ný skipa­kví verði byggð er að reist­ur verði nýr skjól­vegg­ur. Ljós­mynd/​Aðsend

Vilja­yf­ir­lýs­ing um upp­bygg­inu hafn­ar- og upp­töku­mann­virkja í Njarðvík var und­ir­rituð af full­trú­um Skipa­smíðastöðvar Njarðvík­ur, Reykja­nes­bæj­ar og Reykja­nes­hafn­ar í dag, að því er fram kem­ur í frétta­til­kynn­ingu.

Þar seg­ir að mark­miðið sé að skapa grunn að skipaþjón­ustuklasa sem muni fjölga störf­um á svæðinu.

Fram kem­ur að Skipa­smíðastöð Njarðvík­ur sé nú að und­ir­búa fjár­fest­ingu í nýrri yf­ir­byggðri skipa­kví sem verður 100 metr­ar að lengd og 20 metr­ar á breidd.

Með nýju hús­næði er áætlað að hægt verði að þjón­usta stærri skip allt árið og eru bundn­ar von­ir við að tak­ist „að ná aukn­um hluta ís­lenskra skipa sem nú sigla í slipp til annarra landa sem og að ná skip­um af norður­slóðum til lands­ins“.

Frá und­ir­rit­un villja­yf­ir­lýs­ing­ar­inn­ar í morg­un. F.v. Kjart­an Már Ragn­ars­son bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar, Þrá­inn Jóns­son, fram­kvæmda­stjóri Skipa­smíðastöðvar Njarðvík­ur og Hall­dór Karl Her­manns­son hafn­ar­stjóri Reykja­nes­hafna. Ljós­mynd/​Aðsend

For­senda þess að bygg­ing nýrr­ar skipa­kví­ar geti haf­ist er sögð vera að Reykja­nes­höfn geri nýj­an skjólg­arð í Njarðvík­ur­höfn. Áætlaður fram­kvæmda­tími verk­efn­is­ins er þrjú ár frá því að fjár­mögn­un þess ligg­ur fyr­ir.

Von­ir um fjölg­un starfa

Telja aðstand­end­ur verk­efn­is­ins að starf­semi í nýju kvínni geti skapað með bein­um hætti 70 til 80 ný heils­árs­störf og er áætlað að störf­in geta orðið um 120 ef tal­in eru með óbein störf.

„Hug­mynd Skipa­smíðastöðvar Njarðvík­ur geng­ur út á að nýta sérþekk­ingu á marg­vís­leg­um sviðum sem safn­ast hef­ur upp hjá vél- og stálsmiðjum víða á land­inu.

Öflug málm­vinnslu­fyr­ir­tæki af höfuðborg­ar­svæðinu fengju stór­auk­in tæki­færi. Þannig yrði þjón­ustuklas­inn byggður á fjölda fyr­ir­tækja, hverju með sína sér­hæf­ingu,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni.

Til framtíðar er ekki „óraun­hæft að ætla að á fáum árum gæti orðið til í Njarðvík þekk­ing­arklasi í viðhaldi og þjón­ustu við skip sem teldi um 250-350 bein og óbein störf“.

Heimild: Mbl.is