Home Fréttir Í fréttum End­ur­bæta sjóvarn­argarð

End­ur­bæta sjóvarn­argarð

162
0
Dag­ur Þór Bald­vins­son hafn­ar­stjóri Skaga­fjarðar­hafna hér á Skarðseyri þar sem fram­kvæmd­ir hóf­ust í vik­unni. Búsifjar urðu á þess­um slóðum í af­taka­veðri í des­em­ber á síðasta ári. mbl.is/​Sig­urður Bogi

Fram­kvæmd­ir hóf­ust nú í viku­byrj­un við hækk­un og end­ur­bæt­ur á sjóvarn­argarði á Skarðseyri, sem er nyrst á hafn­ar­svæðinu á Sauðár­króki.

Garður­inn er hækkaður í fimm metra og fyllt í skörð, en mann­virkið laskaðist veru­lega í af­taka­veðri á norðan­verðu land­inu í des­em­ber á síðasta ári.

Þá gekk sjór og flæddi inn á eyr­ina sunn­an við garðinn þar sem er starf­semi Fisk Sea­food og fleiri fyr­ir­tækja.

Tví­veg­is eft­ir ára­mót flæddi svo aft­ur yfir á þess­um slóðum, en þá hafði verið leitað til sam­göngu- og sveit­ar­stjórn­ar­ráðuneyt­is­ins um fjár­fram­lög til úr­bóta.

Því kalli var svarað já­kvætt, enda mik­il umræða og góður skiln­ing­ur á því eft­ir ham­far­ir vetr­ar­ins að víða þyrfti að end­ur­bæta innviði úti um land, seg­ir Sig­fús Ingi Sig­fús­son, sveit­ar­stjóri í Skagaf­irði.

Sjóvarn­argarður­inn sem nú er unnið við er alls 450 metr­ar. Þá er sand­fang­ari á þess­um slóðum, grjót­g­arður sem þarna ligg­ur út í sjó­inn lengd­ur um helm­ing, eða úr 30 metr­um í 60 metra.

Heimild: Mbl.is