Home Fréttir Í fréttum Hring­torg sett á hættu­leg gatna­mót

Hring­torg sett á hættu­leg gatna­mót

124
0
Vega­mót Hring­veg­ar, Land­veg­ar og Ásveg­ar

Fram­kvæmd­ir eru hafn­ar við gerð hring­torgs á hættu­leg­um gatna­mót­um á hring­veg­in­um á Suður­landi.

Um er að ræða gatna­mót Hring­veg­ar (1), Land­veg­ar (26) og Ásveg­ar (275).

Unnt var að fara í þetta verk eft­ir að viðbótar­fjárveit­ing­ar feng­ust til vega­fram­kvæmda sl. vor vegna kór­ónu­veirunn­ar, að því er fram kem­ur í Morg­un­blaðinu í dag.

Á þess­um gatna­mót­um hafa orðið slys og óhöpp í gegn­um árin.

Árið 2002 varð þarna mjög al­var­legt slys þegar þrjár kon­ur lét­ust þegar bif­reið þeirra lenti í árekstri við rútu.

Í skýrslu Línu­hönn­un­ar frá des­em­ber 1999 um lag­fær­ingu á slys­astað sem Rögn­vald­ur Jóns­son, for­stöðumaður hjá Vega­gerðinni, lét vinna stend­ur:

„Versl­un er staðsett á horni Suður­lands­veg­ar og Land­veg­ar og er mjög ná­lægt vega­mót­un­um. Á Suður­lands­vegi að vest­an er komið upp brekku, en flatt er að aust­an.

Versl­un­in er al­veg við veg­inn, sem skygg­ir mikið á út­sýni til aust­urs fyr­ir um­ferð, sem kem­ur eft­ir Land­vegi.“

Heimild: Mbl.is