Home Fréttir Í fréttum Segj­ast geta fjölgað íbúðum um 3.000 í Breiðholti

Segj­ast geta fjölgað íbúðum um 3.000 í Breiðholti

161
0
Hverf­is­skipu­lag Reykja­vík­ur­borg­ar hef­ur nú kynnt til­lög­ur sín­ar að lang­tíma­upp­bygg­ingu í Breiðholti. mynd/​Reykja­vík­ur­borg

Hverf­is­skipu­lag Reykja­vík­ur kynnti fjöl­miðlum í dag til­lög­ur sín­ar að upp­bygg­ing­ar­verk­efni í Breiðholti.

Lagt er til að fjölga íbúðum í hverf­inu um þrjú þúsund á næstu árum. Hús­eig­end­um og hús­fé­lög­um skal veita heim­ild­ir til þess að breyta og bæta eign­ir með það að mark­miði að fjölga þeim og gera þær fjöl­breytt­ari.

Deild­ar­stjóri hverf­is­skipu­lags borg­ar­inn­ar seg­ir í sam­tali við mbl.is að kostnaður við verk­efnið verði ekki mik­ill. Að mestu sé verið að veita heim­ild­ir til fram­kvæmda en ekki ráðast til þeirra.

Í sam­tali við mbl.is seg­ir Ævar Harðar­son, deild­ar­stjóri hverf­is­skipu­lags Reykja­vík­ur­borg­ar, að íbú­um Breiðholts hafi fækkað úr 25 þúsund í 20 þúsund á síðustu árum.

Hann seg­ir jafn­framt að tæki­færi séu til að snúa þeirri þróun við. Auka eigi þjón­ustu við íbúa og veita þeim heim­ild­ir til hús­bygg­inga á lóðum sín­um.

Reynt að losa um hjúkr­un­ar­rými

Sam­kvæmt til­lög­um hverf­is­skipu­lags munu hús­eig­end­ur stærri húsa í Breiðholti t.a.m. geta byggt við hús sín og leigt nýja hús­næðið út.

Talið er að í Neðra-Breiðholti sé pláss fyr­ir um 120 slík­ar íbúðir í hverf­inu. Þá kem­ur til greina að heim­ila bygg­ingu nýrra hæða ofan á lyftu­laus fjöl­býli gegn því að sett verði þar lyfta.

Þannig muni aðgengi að hús­næði stór­batna og mögu­lega losna um hjúkr­un­ar­rými þar sem fólk sem í þeim dvel­ur geti þá flutti inn í um­rætt hús­næði.

Í Arn­ar­bakka er fyr­ir­hugað að íbúðir rísi utan um versl­un og þjón­ustu Ljós­mynd/​Reykja­vík­ur­borg

Einnig er fyr­ir­huguð upp­bygg­ing í hver­fiskjarn­an­um við Arn­ar­bakka þar sem íbúðir væru á efri hæð og hluta jarðhæðar.

Versl­un og þjón­usta yrði ann­ars staðar á jarðhæð. Lagt er til að stúd­enta­í­búðir rísi á svæðinu.

Einnig kveða til­lög­urn­ar á um að ráðast megi í bygg­ingu nýs leik­skóla við pólsku búðina í Fella­görðum. Þar sé vannýtt versl­un­ar­hús­næði sem lífga megi við.

Kostnaður verði lít­ill

Verk­efn­inu eru ekki sett nein verklok enda seg­ir Ævar að fram­kvæmd­ir séu „mest­megn­is í hönd­um íbúa“, einu fram­kvæmd­irn­ar sem Reykja­vík­ur­borg ætli sér að ráðast í sam­hliða verk­efn­inu séu við svo­kölluð græn svæði.

Á þeim svæðum þurfi að ráðast í ein­hverja vinnu en Ævar tel­ur kostnað við það ekki vera um­tals­verðan.

Vefsíðu verk­efn­is­ins má finna hér.

Heimild: Mbl.is