Home Fréttir Í fréttum Unnið að hreins­un í Þvott­árskriðum

Unnið að hreins­un í Þvott­árskriðum

146
0
Hreins­un­ar­starf í Þvott­árskriðum mbl.is/​Björn Jó­hann

Áfram er unnið að því að hreinsa til á veg­in­um um Þvott­árskriður eft­ir aur­skriðu sem féll á hann í gær og lokaði fyr­ir um­ferð.

Veg­far­end­ur virtu bæði skriðurn­ar og hreins­un­ar­starfið fyr­ir sér í morg­un. mbl.is/​Björn Jó­hann

Ekki leið lang­ur tími í gær frá því að til­kynnt var um aur­skriðuna og tókst að opna fyr­ir um­ferð á ný.

Áfram voru þó um­merki eft­ir skriðuna og héldu verk­tak­ar hreins­un­ar­starf­inu áfram í dag.

Verk­tak­ar að störf­um í morg­un. mbl.is/​Björn Jó­hann

Skriðurn­ar vekja jafn­an at­hygli þeirra sem ferðast um svæðið og var þar eng­in breyt­ing á í morg­un, þegar blaðamaður mbl.is átti leið hjá, en fjöldi bíla stoppaði bæði til að virða skriðurn­ar fyr­ir sér sem og hreins­un­ar­starfið.

Heimild: Mbl.is