Home Fréttir Í fréttum Nýr út­sýn­is­staður í höfuðborg­inni

Nýr út­sýn­is­staður í höfuðborg­inni

95
0
Hér má sjá út­sýnið af nýju land­fyll­ing­unni yfir Sund­in, Skarfa­sker er til vinstri á mynd­inni. Faxa­flóa­hafn­ir hafa komið fyr­ir bekkj­um/​borðum, svo al­menn­ing­ur geti tyllt sér niður. mbl.is/Á​rni Sæ­berg

Fram­kvæmd­ir við land­fyll­ing­una miklu við Klettag­arða í Sunda­höfn eru langt komn­ar.

Nú hef­ur al­menn­ingi verið heim­iluð för um land­fyll­ing­una og Faxa­flóa­hafn­ir hafa komið fyr­ir bekkj­um/​borðum á völd­um stöðum svo fólk getið tyllt sér niður.

Hins veg­ar verður inn­keyrsl­unni lokað svo land­fyll­ing­in fyll­ist ekki af bif­reiðum.

Tota geng­ur út af fyll­ing­unni og þegar þangað er komið blas­ir við fólki stór­glæsi­legt út­sýni í all­ar átt­ir, út­sýni sem ekki hef­ur verið í boði áður.

Glæsi­legt er að horfa yfir borg­ina, þar sem há­hýs­in við strönd­ina og Hall­gríms­kirkja gnæfa yfir byggðina.

Ekki er síður til­komumu­mikið að horfa yfir sund­in til Viðeyj­ar og Viðeyj­ar­stofu. Og fyr­ir fram­an tot­una er Skarfa­sker, sem fólk hef­ur ekki áður getað skoðað í slíku ná­vígi.

Til að auðvelda fólki að kom­ast út á þenn­an stað hef­ur verið komið fyr­ir malar­yf­ir­lagi meðfram sjóvarn­ar­görðunum, yst á land­fyll­ing­unni.

Í framtíðinni verður göngu­stíg­ur mal­bikaður meðfram sjóvörn­inni, en óvíst er að það ná­ist að mal­bika stíg­inn á þessu ári, að því er Gísli Gísla­son hafn­ar­stjóri tjá­ir blaðinu.

i Þegar horft er í vesturátt blas­ir Laug­ar­nesið við frá nýju sjón­ar­horni. Einnig er frá­bært út­sýni yfir borg­ina, þar sem há­hýs­in við strönd­ina, íbúðar­hús og turn­ar, gnæfa yfir byggð. mbl.is/Á​rni Sæ­berg

Fram­kvæmd­ir við land­fyll­ing­una hóf­ust vorið 2019 og hafa gengið bet­ur en áætlan­ir gerðu ráð fyr­ir. Reiknað var með að þeim myndi ekki ljúka fyrr en 2021.

Einnig hef­ur kostnaðaráætl­un staðist, en reiknað var með að fram­kvæmd­irn­ar kostuðu 260 millj­ón­ir. Heild­ar­flat­ar­mál á fylltu landi inn­an sjóvarn­argarða er um 2,3 hekt­ar­ar.

Til að út­búa slíka land­fyll­ingu þarf mikið af grjóti. Svo heppi­lega vildi til að hægt var að flytja grjót úr grunni Nýja Land­spít­al­ans við Hring­braut í land­fyll­ing­una, allt að 280 þúsund rúm­metra.

Þetta reynd­ist mikið happ fyr­ir spít­al­ann, því til stóð að flytja allt grjótið úr grunn­in­um um 35 kíló­metra leið upp í Bol­öld­ur, sem er náma­svæði fyr­ir ofan Sand­skeið.

Þess í stað þurfti aðeins að aka nokkra kíló­metra niður í Sunda­höfn með 25 þúsund vöru­bíls­hlöss. Sparnaður­inn var á annað hundrað millj­ón­ir auk miklu minni áhrifa á um­hverfið.

Skarfa­sker sést vel frá land­fyll­ing­unni. mbl.is/Á​rni Sæ­berg

Heimild: Mbl.is