Home Fréttir Í fréttum Kæru vegna breikk­un­ar á Bú­staðavegi hafnað

Kæru vegna breikk­un­ar á Bú­staðavegi hafnað

107
0
Fram­kvæmd­ir voru vel á veg komn­ar í fyrra­haust þegar þær voru stöðvaðar. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

Úrsk­urðar­nefnd um­hverf­is- og auðlinda­mála hef­ur hafnað kröfu íbúa við Birki­hlíð um að fram­kvæmda­leyfi til breikk­un­ar og færslu Bú­staðar­veg­ar verði fellt úr gildi.

Um­rædd fram­kvæmd fel­ur í sér að lengja frá­rein og brekka ramp­inn við Bú­staðaveg sem ligg­ur niður að Kringlu­mýr­ar­braut.

Í úr­sk­urði nefnd­ar­inn­ar kem­ur fram að fram­kvæmda­leyfið sé ekki háð form- eða efn­is­ann­mörk­um og verður kröfu íbú­anna því hafnað.

Málið kom fyrst upp í fyrra þegar íbú­ar í þrem­ur hús­um við Birki­hlíð kærðu fram­kvæmda­leyfi Vega­gerðar­inn­ar sem Reykja­vík­ur­borg hafði samþykkt í ág­úst.

Komst sama úr­sk­urðar­nefnd þá að þeirri niður­stöðu að fella úr gildi ákvörðun skipu­lags­full­trú­ans um að veita leyfið þar sem ekki hefði farið fram grennd­arkynn­ing á fyr­ir­hugaðri fram­kvæmd.

Var íbú­un­um ekki kunn­ugt um að til stæði að breikka göt­una fyrr en fram­kvæmd­ir hóf­ust.

Með verk­inu átti að færa um 200 metra hluta göt­unn­ar allt að fjór­um metr­um nær nokkr­um hús­um í göt­unni með breikk­un henn­ar. Töldu íbú­ar þetta meðal ann­ars hafa áhrif á hávaða, svifryk o.fl.

Strax í kjöl­farið á úr­sk­urðinum var hljóðvist­ar­skýrsla fyr­ir svæðið gef­in út og fram­kvæmd­in sett í grennd­arkynn­ingu.

Þá var hald­inn kynn­ing­ar­fund­ur um fram­kvæmd­ina og skýrsla um um­ferðar­hermun kynnt. Kær­end­ur gerðu aft­ur at­huga­semd­ir við fram­kvæmd­ina en Reykja­vík­ur­borg gaf út fram­kvæmda­leyfi í fe­brú­ar á þessu ári.

Íbúar eins húss kærðu þá niður­stöðu og var það úr­lausn­ar­efni nefnd­ar­inn­ar í þetta skiptið. Auk kröf­unn­ar um að fella fram­kvæmda­leyfið úr gildi fór íbú­inn fram á að hljóðmön yrði færð til sama horfs og áður.

Í máls­ástæðum var meðal ann­ars bent á að með fram­kvæmd­un­um væri borg­in að færa eina um­ferðarmestu stof­næð borg­ar­inn­ar nær húsi kær­and­ans.

Sem fyrr seg­ir féllst úr­sk­urðanefnd­in ekki á máls­ástæður kær­anda og hafnaði kröfu um ógild­ingu á fram­kvæmda­leyf­inu sem skipu­lags­full­trúi gaf út í fe­brú­ar.

Heimild: Mbl.is