Home Fréttir Í fréttum Garðabær: Drög að samkomulagi um úthlutun og sölu byggingarréttar lóða til...

Garðabær: Drög að samkomulagi um úthlutun og sölu byggingarréttar lóða til Húsbygg ehf. á miðsvæði Álftaness

365
0
Mynd: Garðabær

Úr fundargerð Bæjarráðs Garðabæjar 21.07.2020

6. 1811027 – Drög að samkomulagi um úthlutun og sölu byggingarréttar lóða á miðsvæði Álftaness.
Lagt fram og kynnt samkomulag Miðengis ehf. og Garðabæjar við Húsbygg ehf. um sölu byggingarréttar þriggja íbúðaþyrpinga við Breiðumýri á Álftanesi þar sem gert er ráð fyrir að byggðar verði 252 íbúðir.

Í samkomulaginu kemur fram að Garðabær mun kaupa 500 fermetra húsnæði í Lambamýri sem verður nýtt fyrir félags- og tómstundastarf eldri borgara.

Húsnæðið verður afhent Garðabæ tilbúið til innréttingar í september 2021.

Bæjarráð samþykkir samninginn fyrir sitt leyti og felur bæjarstjóra undirritun hans að öllum skilyrðum uppfylltum.

Heimild: Garðabær.is