Home Fréttir Í fréttum 18.08.2020 Bíldudalsvegur (63) um Botnsá í Tálknafirði

18.08.2020 Bíldudalsvegur (63) um Botnsá í Tálknafirði

169
0
Bíldudalur Mynd: bb.is

Vegagerðin býður hér með út nýjan vegarkafla á Bíldudalsvegi (63) um Botnsá í Tálknafirði, auk stykingar á um 1 km löngum kafla vegarins og gerð nýrrar brúar á Botnsá ásamt rifi á gömlu brúnni.

Ný brú yfir Botnsá verður eftirspennt plötubrú í einu hafi, 20 m löng, heildarlengd 22,4 m. Brúin er grunduð í lausu efni á steyptum staurum.

Vegagerð

Helstu magntölur eru:

 • – Fyllingar          28.000 m3
 • – Ræsalögn             228 m
 • – Endafrágangur ræsa   24 stk.
 • – Styrktarlag         8.500 m3
 • – Burðarlag           3.150 m3
 • – Tvöföld klæðing 12.432 m2
 • – Bitavegrið, uppsetning  370 m
 • – Rofvörnin –         1.200 m3

Brú

Helstu magntölur eru:

 • – Gröftur                110 m3
 • – Steyptir staurar, skurður  52 stk.
 • – Mótafletir             783 m2
 • – Steypustyrktarjárn 41 tonn
 • – Spennt járnalögn     7 tonn
 • – Steypa                 420 m3
 • – Vegrið á brú           74 m

 

Verkinu skal að fullu lokið 25. október 2021.

Útboðsgögn verða afhent í rafræna útboðskerfinu  TendSign  frá og með mánudeginum 20. júlí  2020 og skal tilboðum skilað rafrænt í því útboðskerfi fyrir kl. 14:00 þriðjudaginn 18. ágúst 2020.

Ekki verður haldinn sérstakur opnunarfundur en eftir lok tilboðsfrests verður bjóðendum tilkynnt um nöfn bjóðenda í útboðinu og heildartilboðsupphæð.