Home Fréttir Í fréttum Brú í Reykja­vík að hruni kom­in

Brú í Reykja­vík að hruni kom­in

126
0
Brú­in ligg­ur yfir Hólmsá, um gamla Suður­lands­veg. Ljós­mynd/​Aðsend

Eggert Norðdahl, ábú­andi á Hólmi við Suður­lands­veg lokaði í dag brú yfir Hólmsá þar sem hún er að hruni kom­in.

Tré­stöpl­ar und­ir brúnni eru fún­ir og hef­ur brotnað úr þeim síðustu ár einkum í vet­ur. Í dag þótti Eggert nóg komið og lokaði brúnni.

Hann hafði sam­band við verk­fræðing frá borg­inni sem kom á svæðið og tók und­ir mat hans að brú­in væri ónot­hæf.

Í sam­tali við mbl.is seg­ir Eggert að nýj­ar teikn­ing­ar af brúnni hafi legið fyr­ir í þrjú ár en ein­hverra hluta vegna hafi þær ekki komið á fram­kvæmda­áætl­un borg­ar­inn­ar.

Setja þarf upp nýja stöpla báðum meg­in brú­ar­inn­ar og end­ur­nýja stál­bit­ana sem liggja und­ir tré­verk­inu.

Byggð á þriðja ára­tug síðustu ald­ar

Brú­in ligg­ur um gamla Suður­lands­veg og var upp­haf­lega byggð á þriðja ára­tug síðustu ald­ar en hef­ur þó verið end­ur­nýjuð síðan. Hún er í dag notuð til að keyra upp að bæn­um á Hólmi og sum­ar­bú­stöðum á svæðinu.

Eft­ir að brúnni var lokað opnaði Eggert á hjá­leið, sem hann kall­ar vetr­ar­leiðina, en hún fer fram­hjá Rauðhól­um. Sú leið er þó ekki beys­in og seg­ir Eggert nauðsyn­legt að ráðast í viðhald á henni ef hún á að geta sinnt um­ferð meðan beðið er eft­ir viðgerðum á brúnni.

Hann seg­ist aðspurður bjart­sýnn á að eitt­hvað verði gert í mál­un­um nú, þrátt fyr­ir að hafa þurft að bíða svo lengi. Ekki sé um um­fangs­mikla fram­kvæmd að ræða þótt hún kunni að kosta nokkr­ar millj­ón­ir.

Stöpl­ar brú­ar­inn­ar eru fún­ir. Ljós­mynd/​Aðsend

Heimild: Mbl.is