Home Fréttir Í fréttum Mik­il upp­bygg­ing fyr­ir­huguð á Granda

Mik­il upp­bygg­ing fyr­ir­huguð á Granda

218
0
Svörtu og app­el­sínu­gulu hús­in á mynd­inni eru þau sem byggð verða, sam­kvæmt til­lög­unni. Á móti þeim eru gömlu ver­búðirn­ar. Teikn­ing/​ASK arki­tekt­ar

Byggja á 15 hús, alls 42.000 fer­metra, und­ir fjöl­breytta at­vinnu­starf­semi á Fiskislóð 22-30 við Gömlu höfn­ina í Reykja­vík.

Ný­bygg­ing­arn­ar verða 2-4 hæða háar og koma í stað eldri húsa sem hafa meðal ann­ars verið nýtt und­ir fisk­vinnslu og hjól­b­arðaverk­stæði.

Samþykkt var á fundi skipu­lags- og sam­gönguráðs Reykja­vík­ur­borg­ar á miðviku­dag að aug­lýsa til­lögu að breyttu deili­skipu­lagi þess efn­is en þær byggja á til­lög­um arki­tekta­stof­unn­ar ASK fyr­ir hönd fé­lags­ins Lín­bergs sem er lóðar­hafi.

Svæðið sem um ræðir er á Örfiris­ey ei­lítið aust­an við Sjó­minja­safnið. Með deili­skipu­lagstillöf­unni er gert ráð fyr­ir að starf­semi á svæðinu verði breytt úr „hafn­sæk­inni starf­semi/​at­hafna­svæði“ yfir í „hafn­sækna starf­semi, versl­un, þjón­ustu og fín­legri at­vinnu­starf­semi“.

Er það í sam­ræmi við þróun sem orðið hef­ur á svæðinu und­an­far­in ár, en eft­ir því sem eðli fisk­verk­un­ar hef­ur breyst, hef­ur svæðið tekið stakka­skipt­um og upp sprottið ýmis sjáv­ar­tengd starf­semi á borð við Sjáv­ar­klas­ann.

Heild­ar­bygg­ing­ar­magn á svæðinu, verður 45.000 fer­metr­ar en inni í þeirri tölu eru hús sem þegar eru á svæðinu. Nú­ver­andi bygg­ing­ar­magn er rúm­ir 7.500 fer­metr­ar.

Svona verður um­horfs í göngu­göt­unni. Teikn­ing/​ASK arki­tekt­ar

„Það er í sam­ræmi við þróun sjáv­ar­út­vegs und­an­far­in miss­eri og þróun sam­bæri­legra borga í Evr­ópu að hafn­ar­svæðin eru orðin afar eft­ir­sótt fyr­ir margskon­ar viðburði á sviði menn­ing­ar og þjón­ustu auk hafn­sæk­inn­ar starf­semi,“ seg­ir í deili­skipu­lagstil­lög­unni.

Mark­miðið sé að svara auk­inni eft­ir­spurn eft­ir hús­næði til ým­iss kon­ar nota á svæðinu.

Yf­ir­bragð svæðis­ins mun taka mið af gang­andi um­ferð og tak­markaðri þjón­ustu­um­ferð. Skam­tíma­hjóla­stæði verða staðsett ná­lægt inn­göng­um bygg­inga.

Þá verður bíla­stæðahús, sem rúm­ar 300 bíla en það verður bæði ætlað starfs­mönn­um og al­menn­ingi.

Teikn­ing/​ASK arki­tekt­ar

Deili­skipu­lagstil­lag­an;

Heimild: Mbl.is