Home Fréttir Í fréttum 10.07.2020 Isavia: Viðbygging og breytingar flugstöðvar á Akureyri – hönnun

10.07.2020 Isavia: Viðbygging og breytingar flugstöðvar á Akureyri – hönnun

190
0
Akureyrarflugvöllur Mynd: Fréttablaðið/völundur

Isavia Innanlandsflugvellir ehf. óska eftir tilboðum í fullnaðarhönnun á viðbyggingu við flugstöðina á Akureyrarflugvelli ásamt hönnun breytinga á núverandi flugstöð til að mæta aukinni þörf vegna millilandaflugs.

Markmiðið er að bæta aðstöðu og þjónustu við flugfarþega til og frá flugvellinum.

Um er að ræða 1.000m2 stálgrindarbyggingu fyrir millilandaflug og aðlögun núverandi flugstöðvar að breyttri notkun.

Sjá nánari upplýsingar í útboðsgögnum á útboðsvef kaupanda.