Home Í fréttum Undirskrift samninga utboda Reykjanesbær: Samningur um gerð gervigrasvallar undirritaður í blíðskapar veðri

Reykjanesbær: Samningur um gerð gervigrasvallar undirritaður í blíðskapar veðri

257
0
Mynd: Sudurnes.net

Fulltrúar byggingarverktakans BYGG og Reykjanesbæjar nýttu sér gott veður á dögunum til undirritunar samnings um gerð gervigrasvallar við Reykjaneshöll.

Fulltrúar yngstu iðkenda knattspyrnudeilda Keflavíkur og Njarðvíkur voru viðstaddir undirritunina, eins og sjá má á meðfylgjandi myndum.

Framkvæmdir við völlinn munu hefjast á allra næstu dögum.

Tilboð fyrirtækisins hljóðaði upp á 79% af kostnaðaráætlun eða tæplega 142 milljónir króna.

Hæsta boð í verkið hljóðaði upp á um 207 milljónir króna.

Heimild: Sudurnes.net