Home Fréttir Í fréttum Mistök byggingarfulltrúa réttlættu ekki fyrirvaralausan brottrekstur

Mistök byggingarfulltrúa réttlættu ekki fyrirvaralausan brottrekstur

285
0
Verksmiðja Stakksbergs í Helguvík Mynd: Sudurnes.net

Höfundur úttektar á stjórnsýsluháttum Reykjanesbæjar vegna kísilverksmiðju United Silicon hf. í Helguvík telur að fyrirvaralaus brottrekstur byggingarfulltrúa hafi ekki verið réttmætur.

Ljóst er að mistök hafi verið gerð, bæði af hálfu starfsmanna og eftir atvikum stofnana Reykjanesbæjar, í tengslum við byggingu kísilversins og var byggingarfulltrúinn látinn axla ábyrgð á þeim mistökum.

Við úttektina var skýrsluhöfundur sérstaklega beðinn um að leggja mat á þetta atriði það er þá ákvörðun forsvarmanna Reykjanesbæjar að byggingarfulltrúi hafi verið látinn axla ábyrgð á þeim mistökum sem gerð voru og sagt upp störfum.

Í svari skýrsluhöfundar við þeirri spurningu segir orðrétt: “… er það mat skýrsluhöfundar að mistök voru gerð af hálfu byggingarfulltrúans við úrlausn málsins.

Það er mat skýrsluhöfundar að mistök hans réttlæti ekki fyrirvaralausan brottrekstur en að farið hafi verið að reglum við uppsögn hans telur skýrsluhöfundur að sú ákvörðun sé réttlætanleg.”

Heimild: Sudurnes.net